Enski boltinn

Hiddink útilokar að stýra bæði félagsliði og landsliði í einu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Tyrklands, segir ómögulegt að stýra bæði félagsliði og landsliði á sama tíma en hann hefur verið sterklega orðaður við Chelsea að undanförnu.

Carlo Ancelotti var á dögunum rekinn frá Chelsea en Hiddink stýrði Chelsea í þrjá mánuði áður en Ancelotti tók við vorið 2009. Þá var Hiddink einnig þjálfari rússneska landsliðsins.

Hiddink stýrði einnig PSV Eindhoven og ástralska landsliðinu samtímis fyrir fáeinum árum síðan en tekur fyrir að það verði hægt nú. Hann tekur fyrir það að forráðamenn Chelsea hafi boðið honum starfið.

„Það er ekkert í gangi,“ sagði Hiddink. „Ég samdi við forseta tyrkneska sambandsins og er ekkert sem segir í samningnum að ég geti tekið að mér annað starf að auki. Ég gerði það á sínum tíma vegna sterkra tengsla mín og minna fyrrverandi vinnuveitanda á þeim tíma.“

„En það var undantekning. Þetta væri ómögulegt því ég þarf að einbeita mér að einu starfi í einu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×