Enski boltinn

Sunderland vill fá Brown og Gibson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Darron Gibson er líklega á förum frá United.
Darron Gibson er líklega á förum frá United.
Það er búist við nokkrum breytingum á leikmannahópi Man. Utd í sumar og einhverjir leikmenn fá að róa frá félaginu. Í dag er greint frá því að Sunderland sé á eftir tveimur leikmönnum félagsins.

Það eru þeir Wes Brown og Darron Gibson. Steve Bruce, stjóri Sunderland og fyrrum leikmaður Man. Utd, sér Gibson fyrir sér sem arftaka Jordan Henderson hjá félaginu en Henderson er mjög líklega á förum.

United vill líklega fá um 6 milljónir punda fyrir Gibson.

Brown hefur fallið aftarlega í goggunarröðinni hjá Sir Alex Ferguson og Bruce er til í að gefa honum mun meiri spiltíma en hann fær í Manchester. Brown hefur verið hjá Man. Utd síðan 1992 en hann er orðinn 31 árs gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×