Enski boltinn

Bolton vill halda Sturridge

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sturridge sló í gegn hjá Bolton.
Sturridge sló í gegn hjá Bolton.
Bolton ætlar að leggja allt í sölurnar til þess að tryggja sér þjónustu framherjans Daniel Sturridge en hann sló í gegn hjá félaginu eftir áramót. Hann kom þá að láni frá Chelsea.

"Við viljum fá hann aftur til okkar. Ég tel að hann geti tekið næsta skref á sínum ferli hjá okkur og eftir það verður hann orðinn byrjunarliðsmaður hjá Chelsea," sagði Owen Coyle, stjóri Bolton, en hætt er við að Sturridge verði mikið á bekknum hjá Chelsea verði hann þar næsta vetur.

"Hvorki Chelsea né leikmaðurinn getur tapað á því að lána hann aftur til okkar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×