Ólafur: Hugarfar Eiðs Smára á æfingum sjaldan betra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júní 2011 19:45 Ólafur Jóhannsson, landsliðsþjálfari, hefur trú á að Ísland vinni Danmörku í fyrsta sinn í sögunni þegar að liðin mætast í undankeppni EM 2012 á morgun. Ísland er með eitt stig í riðlinum eftir fjóra leiki en Ólafur hefur trú á sínum mönnum. „Við höfum spilað Danina þrisvar sinnum á síðustu árum og ég tel okkur vita hvernig þetta lið spilar. Morten Olsen hefur þjálfað þetta lið í 10-11 ár og hefur haldið sig við sinn leikstíl,“ sagði Ólafur við Hörð Magnússon íþróttafréttamann en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Þeir hafa talað um hvað völlurinn okkar er lélegur og að þeir muni því breyta um sinn stíl en ég tel að það sé ekki rétt. Það er bara blekking.“ „En leikurinn snýst um okkur sjálfa, fyrst og fremst. Ég hef sagt strákunum að ég var mjög ósáttur við leikinn út á Kýpur því ég taldi að þegar við fórum þangað að við gætum unnið þann leik.“ „En því miður gerðist það ekki. Sóknaraðgerðir okkar voru aumar og lélegar en aftur á móti spiluðum við vel í vörninni. Ég vona að við getum aðeins bætt það í þetta skiptið. Þessir leikmenn spila í fínum félagsliðum sem þora að halda boltanum og af hverju ættum við ekki að geta gert það hér líka.“ „Ef okkur tekst sæmilega til á morgun og losnum úr þeir pressu sem Danirnir setja á okkur tel ég að við verðum í mjög góðum málum.“ Sumir segja að leikmennirnir skuldi þér og þjóðinni almennilegan leik? „Það er nú þannig með þessa leikmenn að þeir hafa gefið allt sem þeir eiga í þessa leiki sem þeir hafa spilað undir minni stjórn. En það er rétt að hlutirnir hafa ekki fallið fyrir okkur, þrátt fyrir að við höfum spilað oft ágætlega. Okkur vantar úrslit og sérstaklega á móti stærri þjóðum. Það hefur ekki dottið með okkur hingað til. Við höfum lagt áherslu að halda áfram að vinna í því sem við höfum verið að gera. Vonandi tekst okkur vel til á morgun.“ Ólafur lofaði einnig hugarfar Eiðs Smára Guðjohnsen sem er aftur kominn í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Kýpur. „Ég býst við góðum leik frá honum eins og öllum öðrum leikmönnum. Það er mikið fagnaðarefni að fá hann aftur með okkur í hópinn. Hann hefur sýnt okkur á æfingum að hann er í mjög góðu standi og það sem meira er - hugarfar hans hefur sjaldan verið betra á æfingum en á þessum.“ „Hugarfarið er gott og hann er greinilega staðráðinn í að gera góða hluti.“ Ólafur neitar ekki að það sé orðið löngu tímabært að vinna Danina, sem aldrei hefur tekist áður hjá karlalandsliðinu. „Jú, það yrði mjög gaman. Það er sú þjóð sem við viljum helst vinna og ég hef mjög góða tilfinningu fyrir leiknum á morgun. Ég hef trú á því að við vinnum á morgun.“ Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Ólafur Jóhannsson, landsliðsþjálfari, hefur trú á að Ísland vinni Danmörku í fyrsta sinn í sögunni þegar að liðin mætast í undankeppni EM 2012 á morgun. Ísland er með eitt stig í riðlinum eftir fjóra leiki en Ólafur hefur trú á sínum mönnum. „Við höfum spilað Danina þrisvar sinnum á síðustu árum og ég tel okkur vita hvernig þetta lið spilar. Morten Olsen hefur þjálfað þetta lið í 10-11 ár og hefur haldið sig við sinn leikstíl,“ sagði Ólafur við Hörð Magnússon íþróttafréttamann en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Þeir hafa talað um hvað völlurinn okkar er lélegur og að þeir muni því breyta um sinn stíl en ég tel að það sé ekki rétt. Það er bara blekking.“ „En leikurinn snýst um okkur sjálfa, fyrst og fremst. Ég hef sagt strákunum að ég var mjög ósáttur við leikinn út á Kýpur því ég taldi að þegar við fórum þangað að við gætum unnið þann leik.“ „En því miður gerðist það ekki. Sóknaraðgerðir okkar voru aumar og lélegar en aftur á móti spiluðum við vel í vörninni. Ég vona að við getum aðeins bætt það í þetta skiptið. Þessir leikmenn spila í fínum félagsliðum sem þora að halda boltanum og af hverju ættum við ekki að geta gert það hér líka.“ „Ef okkur tekst sæmilega til á morgun og losnum úr þeir pressu sem Danirnir setja á okkur tel ég að við verðum í mjög góðum málum.“ Sumir segja að leikmennirnir skuldi þér og þjóðinni almennilegan leik? „Það er nú þannig með þessa leikmenn að þeir hafa gefið allt sem þeir eiga í þessa leiki sem þeir hafa spilað undir minni stjórn. En það er rétt að hlutirnir hafa ekki fallið fyrir okkur, þrátt fyrir að við höfum spilað oft ágætlega. Okkur vantar úrslit og sérstaklega á móti stærri þjóðum. Það hefur ekki dottið með okkur hingað til. Við höfum lagt áherslu að halda áfram að vinna í því sem við höfum verið að gera. Vonandi tekst okkur vel til á morgun.“ Ólafur lofaði einnig hugarfar Eiðs Smára Guðjohnsen sem er aftur kominn í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Kýpur. „Ég býst við góðum leik frá honum eins og öllum öðrum leikmönnum. Það er mikið fagnaðarefni að fá hann aftur með okkur í hópinn. Hann hefur sýnt okkur á æfingum að hann er í mjög góðu standi og það sem meira er - hugarfar hans hefur sjaldan verið betra á æfingum en á þessum.“ „Hugarfarið er gott og hann er greinilega staðráðinn í að gera góða hluti.“ Ólafur neitar ekki að það sé orðið löngu tímabært að vinna Danina, sem aldrei hefur tekist áður hjá karlalandsliðinu. „Jú, það yrði mjög gaman. Það er sú þjóð sem við viljum helst vinna og ég hef mjög góða tilfinningu fyrir leiknum á morgun. Ég hef trú á því að við vinnum á morgun.“
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira