Enski boltinn

Rooney fékk hárígræðslu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney viðurkenndi á Twitter-síðu sinni í dag að hann hafði farið í hárígræðslu og að hann væri ánægður með útkomuna.

Enskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun og Rooney staðfesti svo fréttina sjálfur á Twitter.

„Ég vil bara staðfesta að ég fékk nýlega hárígræðslu. Ég var að verða sköllóttur 25 ára gamall - af hverju ekki? Ég er ánægður með útkomuna,“ skrifaði Rooney og kvaðst ætla að sýna nýja hárið fljótlega.

„Getur einhver mælt með góðu hárgeli?“ spurði hann svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×