Enski boltinn

Benitez vill komast aftur til Englands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Rafa Benitez, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og Inter, hefur áhuga á því að komast aftur að hjá knattspyrnuliði í ensku úrvalsdeildinni.

Benitez hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Inter á síðasta tímabili.

Eins og er eru lið Chelsea, Aston Villa og Fulham öll án knattspyrnustjóra.

„Ég vil vera áfram í Englandi,“ sagði Benitez sem á enn heimli í Liverpool. „Ég nefni engin félög á nöfn en það eru ljóst að úrvalið er ekki mikið.“

„Það getur vel verið að eitthvað komi upp á yfirborðið en ef ekki verð ég að vera þolinmóður. Ég hef áður hafnað öðrum félögum þar sem ég vil komast aftur í ensku úrvalsdeildina.“

Meðal þeirra félaga sem Benitez hefur hafnað er spænska liðið Atletico Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×