Enski boltinn

Terry: Gott að Wilhsere fer ekki til Danmerkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jack Wilshere í leik með Arsenal.
Jack Wilshere í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
John Terry segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Jack Wilshere að gefa ekki kost á sér í enska U-21 landsliðið fyrir EM sem hefst í Danmörku í næstu viku.

Terry segir að Wilshere sér stór hluti af A-landsliðinu og gæti haft mikilvægu hlutverki að gegna ef liðið kemst í úrslitakeppni EM 2012 á næsta ári.

„Þetta er óheppilegt fyrir U-21 liðið en Jack hefur verið í algjörum sérflokki. Við verðum að passa upp á hann,“ sagði Terry við enska fjölmiðla.

„Það áttu ekki margir von á því að hann myndi standa sig svona vel eins og hann hefur gert í vetur,“ bætti hann við. „Hann er með gríðarlega mikið sjálfstraust miðað við hvað hann er ungur og hæfileikarnir hans tala sínu máli.“

Wilshere lék með enska landsliðinu í gær en alls kom hann við sögu í 49 leikjum með Arsenal á nýliðnu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×