Enski boltinn

Tevez: Framtíðin í mínum höndum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez í leik með Manchester City.
Carlos Tevez í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, segir að hann hafi fengið þau skilaboð frá eigendum félagsins að hann gæti sjálfur ráðið framtíð sinni hjá félaginu.

„Mansour sjeik hefur þurft að fórna miklu til að halda mér hjá félaginu og ef ég verð áfram hjá City þá verður það vegna hans,“ sagði Tevez í samtali við fjölmiðla í Argentínu.

„Hann keypti mig og vill halda mér. En hann hefur líka sagt mér að gera það sem ég þarf að gera til að öðlast hamingju,“ sagði Tevez. „Þeir buðu mér nýjan samning í desember en ég vildi ekki skrifa undir hann. Þeir hafa aftur boðið mér nýjan samning nú eftir að tímabilinu lauk en ég veit ekki hvort ég muni samþykkja hann.“

Tevez er samningsbundinn City til 2014 og sagði á dögunum að hann ætlaði aldrei aftur að koma til Manchester eftir að samningurinn hans rennur út. Honum líði ekki vel þar.

„Ég hef ekkert að gera í Manchester. Vandamálið er að enn þann daginn í dag er enskan mín mjög slæm.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×