Enski boltinn

Hiddink nálgast Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink.
Knattspyrnusamband Tyrklands staðfesti í morgun að Hollendingurinn Guus Hiddink væri væntanlega á förum frá þeim til þess að taka við Chelsea.

Samkvæmt heimildarmanni BBC hjá tyrkneska sambandinu getur Hiddink ekki sagt nei við Chelsea og hefur beðið um að fá að fara þangað.

Hiddink er enn að keppa um EM-sæti með tyrkneska landsliðinu en Roma Abramovich, eigandi Chelsea, er sagður vera til í að greiða vel fyrir að fá sinn mann.

Hiddink var með Chelsea um tíma árið 2009 og gerði þá liðið að bikarmeisturum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×