Enski boltinn

Bendtner ætlar að yfirgefa Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bendtner hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal.
Bendtner hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal.
Danski framherjinn Nicklas Bendtner hefur staðfest að hann sé meira en tilbúinn að yfirgefa herbúðir Arsenal í sumar.

Bendtner hefur ekki verið ánægður með hversu fá tækifæri hann hefur fengið hjá Arsenal en hann hefur oftar en ekki mátt sætta sig við bekkjarsetu. Hann skoraði aðeins tvö mörk í vetur þó svo hann hafi skipt um númer sem átti að breyta öllu fyrir hann.

Fjölmörg félög hafa sýnt áhuga á Bendtner. Þar á meðal AC Milan, FC Bayern og Sevilla.

"Ég er 100 prósent ákveðinn í að fara frá Arsenal. Ég ætla ekki að eyða öðrum vetri á bekknum," sagði Bendtner.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×