Enski boltinn

Young vill spila með þeim bestu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ashley Young.
Ashley Young.
Það er afar fátt sem bendir til þess að vængmaðurinn Ashley Young verði áfram í herbúðum Aston Villa á næstu leiktíð. Young sjálfur segist vilja spila með þeim bestu.

Bæði Man. Utd og Liverpool hafa augastað á leikmanninum og sjálfur hefur Young gefið í skyn að hann væri til í að leika með Man. Utd.

"Ég hef alltaf haft mikla trú á sjálfum mér. Ég veit ég get spilað með þeim bestu. Ég vil líka fá að reyna mig á stórmótum með landsliðinu sem og í Meistaradeildinni. Vonandi rætast þeir draumar," sagði Young sem mun funda með eiganda Villa um framtíðina fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×