Enski boltinn

Emerton hugar að heimför

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brett Emerton.
Brett Emerton.
Ástralinn Brett Emerton hefur ákveðið að enda feril sinn í heimalandinu. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Blackburn Rovers. Hinn 32 ára gamli Emerton er sterklega orðaður við FC Sydney.

"Ég hef alltaf stefnt að því að klára ferilinn í heimalandinu. Ég mun koma þegar tíminn er réttur," sagði Emerton en fleiri stjörnur ástralska landsliðsins eru á heimleið fljótlega.

"Við erum nokkrir að komast á þann aldur að fara heim aftur og styrkja deildina heima."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×