Enski boltinn

Allt annað að sjá Rooney eftir hárígræðsluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Myndin sem Rooney birti á Twitter-síðu sinni í morgun.
Myndin sem Rooney birti á Twitter-síðu sinni í morgun.
Það verður ekki annað sagt um Wayne Rooney en að hann taki á skallavandamálum sínum af auðmýkt. Rooney fór í hárígræðslumeðferð í síðustu viku og skammast sín ekkert fyrir það.

Hann birtir svo mynd af hausnum á sér á Twitter í dag og segist nokkuð ánægður með árangurinn þó svo hausinn sé enn svolítið blóðugur.

Það er komið hár í kollvikin og Rooney segir á Twitter-síðu sinni að það muni taka nokkra mánuði að fá almennilegt hár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×