Enski boltinn

Ashley Young líklega á leiðinni til Man Utd

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ashley Young leikmaður Aston Villa mun að öllum líkindum ganga í raðir enska meistaraliðsins Manchester United í sumar.
Ashley Young leikmaður Aston Villa mun að öllum líkindum ganga í raðir enska meistaraliðsins Manchester United í sumar. Nordic Photos/Getty Images
Ashley Young leikmaður Aston Villa mun að öllum líkindum ganga í raðir enska meistaraliðsins Manchester United í sumar. Samkvæmt frétt DailyMail er Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd tilbúinn að borga 20 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn eða sem nemur um 3,7 milljarða kr.

Young er 25 ára gamall kantmaður, og á hann eitt ár eftir af samningi sínum við Aston Villa. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að hann sé tilbúinn að taka skref upp á við á sínum ferli og mörg lið hafa sýnt honum áhuga. Aston Villa fékk Young frá Watford í janúar árið 2007 fyrir um 10 milljónir punda. Young var á skotskónum með enska landsliðinu um s.l. helgi þegar hann skoraði jöfnunarmark Englands gegn Sviss í 2-2 jafnteflisleik á Wembley.

Alls hefur Young skorað 39 mörk í 193 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Í 15 A-landsleikjum hefur hann skorað tvívegis. Enskir fjölmiðlar hafa sett fram þá kenningu að portúgalski landsliðsmaðurinn Nani gæti verið á förum frá Man Utd til ítalska liðsins Juventus og er Young ætlað að fylla skarð hans ef af því verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×