Enski boltinn

Henderson heldur til Liverpool

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Henderson í leik með Sunderland.
Henderson í leik með Sunderland. Mynd/Getty Images
Liverpool og Sunderland hafa komist að samkomulagi um kaupverð á enska miðvallarleikmanninum Jordan Henderson. Henderson heldur í bítlaborgina í dag til þess að semja um persónuleg kjör og gangast undir læknisskoðun.

Kaupverðið á Henderson hefur ekki verið gefið upp. Breskir fjölmiðlar telja það hins vegar vera um 20 milljónir punda þar sem franski framherjinn David N'gog fer í skiptum til svörtu kattanna í Norður Englandi.

Henderson, sem er tvítugur verður í eldlínunni með enska landsliðinu skipað leikmönnum undir 21 árs sem hefst í Danmörku um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×