Enski boltinn

Ancelotti fær að vita framtíð sína hjá Chelsea í næstu viku

Arnar Björnsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti fær að vita í næstu viku hvort hann verður áfram knattspyrnustjóri Chelsea.  Árangur félagsins í ár er sá slakasti eftir að Roman Abramovic keypti félagið fyrir átta árum.  

Chelsea vann engan titill á leiktíðinni og liðið hefur ekki endað leiktíðina með færri stig eftir að rússinn keypti félagið.  

Ashley Cole var í gær útnefndur leikmaður ársins hjá liðsfélögum sínum en Peter Cech markvörður var valinn bestur hjá stuðningsmönnum Chelsea.  

Tveir rándýrir leikmenn yfirgefa Chelsea í sumar, Juri Zhirkov sem keyptur var á 18 milljónir punda fyrir tveimur árum og Jose Bosingwa sem keyptur var fyrir þremur árum á 16,2 milljónir punda.

Gregory van der Wiel hjá Ajax er fyrsti kostur í stöðu Bosingwa sem hægri bakvörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×