Enski boltinn

Hiddink er enn að vinna fyrir Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink.
Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink hefur greint frá því að hann sé enn á launaskrá hjá Chelsea þó svo hann hafi ekki þjálfað liðið síðan 2009. Hiddink hefur verið í ráðgjafarhlutverki fyrir félagið allar götur síðan hann hætti með liðið.

Hiddink segist ráðleggja Chelsea í leikmannamálum fyrst og fremst og segir að starf sitt fyrir Chelsea trufli ekki aðrar skyldur en hann er landsliðsþjálfari Tyrklands í dag.

Hiddink hefur verið boðin staða hjá stjórn Ajax og PSV hefur einnig boðið honum ráðgjafarhlutverk. Líklegt er talið að hann fari að vinna fyrir Ajax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×