Enski boltinn

Van Basten spenntur fyrir stjórastöðunni hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marco van Basten
Marco van Basten Mynd/Nordic Photos/Getty
Sky Sports News hefur heimildir fyrir því að Marco van Basten sé spenntur fyrir því að taka við Chelsea-liðinu en félagið leitar nú að eftirmanni Carlo Ancelotti sem var rekinn í gær eftir tveggja ára starf.

Margir stórlaxar hafa verið orðaðir við stöðuna og þar á meðal er Guus Hiddink sem er fyrsti kostur hjá eigandanum Roman Abramovich. Hiddink er hinsvegar upptekinn með tyrkneska landsliðinu og því gæti Rússinn leitað til landa hans.

Van Basten er atvinnulaus en hann var áður með hollenska landsliðið og Ajax. Heimildarmenn Sky Sports segja að hann hafi áhuga að snúa aftur í boltann fái hann alvöru tilboð frá stóru félagi.

Van Basten hefur hinsvegar ekkert heyrt í Chelsea-mönnum ennþá samkvæmt sömu heimildarmönnum Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×