Enski boltinn

Ferguson valinn stjóri ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson var í kvöld valinn knattspyrnustjóri ársins af samtökum knattspyrnustjóra í Englandi.

Knattspyrnustjórar í fjórum efstu deildunum í Englandi hafa atkvæðisrétt í kjörinu og kom ef til vill fáum á óvart að Ferguson skyldi fá þessa útnefningu nú.

Ferguson stýrði United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili og kom liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Sá leikur fer fram á laugardagskvöldið en þá mætir United liði Barcelona á Wembley-leikvanginum.

Ferguson hlaut einnig sérstök heiðursverðlaun þar sem hann hefur stýrt meira en tvö þúsund leikjum á ferlinum.

„Þetta hefur verið frábært tímabil hjá okkur í erfiðustu deild heimsins,“ sagði Ferguson í kvöld.

Hann sendi einnig Carlo Ancelotti kveðju en hann var um helgina rekinn sem knattspyrnustjóri Chelsea.

„carlo, þú ert frábær maður og sýndir mikið hugrekki með því að koma hingað í kvöld. Vel gert,“ sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×