Enski boltinn

Sir Alex Ferguson hrósaði Ancelotti fyrir hugrekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson með enska úrvalsdeildarbikarinn.
Sir Alex Ferguson með enska úrvalsdeildarbikarinn. Mynd/AP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var í gær valinn knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni í kosningu knattspyrnustjóranna. Skotinn notaði tækifærið til að lýsa yfir stuðningi sínum við Carlo Ancelotti sem var rekinn frá Chelsea aðeins klukkutíma eftir að tímabilinu lauk.

„Þetta er mikill heiður. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá okkur í erfiðustu deild í heimi," sagði Sir Alex Ferguson og beindi síðan orðum sínum til Ítalans sem var mættur í veisluna.

„Carlo, þú er frábær maður og sýndir mikið hugrekki með því að mæta hingað í kvöld. Vel gert," sagði Ferguson.

Paul Lambert, stjóri Norwich, var valinn besti stjórinn í ensku b-deildinni, en hann kom sínu liði upp í úrvalsdeildina á fyrsta ári eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í C-deildinni tímabilið á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×