Enski boltinn

Hreinsun hjá Redknapp: Fjórtán leikmenn á sölulista hjá Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar sér að hreinsa til hjá félaginu og endurnýja leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð. Tottenham endaði í 5. sæti í vetur og mun keppa í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Redknapp er búinn að setja alls fjórtán leikmenn á sölulista og þar er líklegast að Giovani dos Santos og Wilson Palacios fari fyrstir. Nokkur stór nöfn eru á lista Redknapp.

Heurelho Gomes, Roman Pavlyuchenko, Jermain Defoe, Ben Alnwick, Alan Hutton, Kyle Naughton, Sébastien Bassong, David Bentley, Jermaine Jenas, Niko Kranjcar, Jamie O'Hara og Robbie Keane eru á sölulistanum hjá Redknapp ásamt þeim Dos Santos og Palacios.

Wilson Palacios hefur verið mikið meiddur síðan að hann kom til Tottenham í janúar 2009. Hann hefur verið orðaður við ítalska liðið Napoli.

Giovani dos Santos var í láni hjá Racing Santander síðan í janúar og það eru miklar líkur á því að hann sé alfarinn til spænska liðsins enda stóð hann sig vel með liðinu í vetur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×