Umfjöllun: KR vann Reykjavíkurslaginn í Víkinni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 11. maí 2011 14:36 Mynd/Valli KR gerði góða ferð í Víkina í kvöld þar sem liðið vann 2-0 sigur á Víkingum í miklum baráttuleik sem þó var aldrei grófur. KR var 1-0 yfir í hálfleik. KR er komið á toppinn í Pepsi-deildinni með sigrinum. Fyrri hálfleiks verður ekki minnst fyrir fallegan fótbolta en engu að síður skoraði Óskar Örn Hauksson líklega eitt af mörkum sumarsins eftir rúmlega hálftíma leik. Stórkostlegt skot upp í samskeytin sem Magnús Þormar átti enga möguleika í þrátt fyrir að snerta boltann á leið sinni í markið. Baráttan var í algleymingi í hálfleiknum en um fimm mínútum fyrir markið höfðu KR-ingar unnið stöðubaráttuna á miðjunni og hana gáfu þeir ekki eftir það sem eftir lifði leiks. KR-ingar bættu öðru marki við um miðbik seinni hálfleiks og voru alltaf líklegri til að bæta þriðja markinu við en Víkingur að klóra í bakkann. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu uppbótartíma að Víkingur átti góða tilraun að marki KR og Hannes þurfti að verja sitt fyrsta skot. Góð byrjun KR á Íslandsmótinu heldur því áfram en Víkingar fengu í kvöld fyrstu mörk sín á sig í mótinu. Sóknarleikur heimamanna var slakur í kvöld en ljóst var að getu munurinn á liðunum er mikill og þessi góða byrjun KR á Íslandsmótinu ætti að gefa þeim byr undir báða vængi í baráttunni í sumar.Víkingur - KR 0-2 0-1 Óskar Örn Hauksson ´35 Viktor Bjarki Arnarsson ´70 Víkingsvöllur. Áhorfendur: 1613 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 6 Skot (á mark): 4-8 (1-6) Varið: Magnús 4 – Hannes 1 Hornspyrnur: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 1-6Víkingur (4-3-3): Magnús Þormar 6 Walter Hjaltested 4 Egill Atlason 5 Mark Rutgers 6 Hörður Sigurjón Bjarnason 6 Denis Abdulahi 3 (50. Ingólfur Þórarinsson 4) Halldór Smári Sigurðsson 4 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 Sigurður Egill Lárusson 3 (75. Pétur Georg Markan -) Gunnar Helgi Steindórsson 3 (62. Björgólfur Takefusa 5) Helgi Sigurðsson 4KR (4-3-3): Hannes Þór Halldórsson 6 Magnús Már Lúðvíksson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 *Viktor Bjarki Arnarsson 7 Maður leiksins (88. Dofri Snorrason -) Baldur Sigurðsson 5 (62. Ásgeir Örn Ólafsson 5) Óskar Örn Hauksson 7 Kjartan Henry Finnbogason 7 (75. Gunnar Örn Jónsson -) Guðjón Baldvinsson 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
KR gerði góða ferð í Víkina í kvöld þar sem liðið vann 2-0 sigur á Víkingum í miklum baráttuleik sem þó var aldrei grófur. KR var 1-0 yfir í hálfleik. KR er komið á toppinn í Pepsi-deildinni með sigrinum. Fyrri hálfleiks verður ekki minnst fyrir fallegan fótbolta en engu að síður skoraði Óskar Örn Hauksson líklega eitt af mörkum sumarsins eftir rúmlega hálftíma leik. Stórkostlegt skot upp í samskeytin sem Magnús Þormar átti enga möguleika í þrátt fyrir að snerta boltann á leið sinni í markið. Baráttan var í algleymingi í hálfleiknum en um fimm mínútum fyrir markið höfðu KR-ingar unnið stöðubaráttuna á miðjunni og hana gáfu þeir ekki eftir það sem eftir lifði leiks. KR-ingar bættu öðru marki við um miðbik seinni hálfleiks og voru alltaf líklegri til að bæta þriðja markinu við en Víkingur að klóra í bakkann. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu uppbótartíma að Víkingur átti góða tilraun að marki KR og Hannes þurfti að verja sitt fyrsta skot. Góð byrjun KR á Íslandsmótinu heldur því áfram en Víkingar fengu í kvöld fyrstu mörk sín á sig í mótinu. Sóknarleikur heimamanna var slakur í kvöld en ljóst var að getu munurinn á liðunum er mikill og þessi góða byrjun KR á Íslandsmótinu ætti að gefa þeim byr undir báða vængi í baráttunni í sumar.Víkingur - KR 0-2 0-1 Óskar Örn Hauksson ´35 Viktor Bjarki Arnarsson ´70 Víkingsvöllur. Áhorfendur: 1613 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 6 Skot (á mark): 4-8 (1-6) Varið: Magnús 4 – Hannes 1 Hornspyrnur: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 1-6Víkingur (4-3-3): Magnús Þormar 6 Walter Hjaltested 4 Egill Atlason 5 Mark Rutgers 6 Hörður Sigurjón Bjarnason 6 Denis Abdulahi 3 (50. Ingólfur Þórarinsson 4) Halldór Smári Sigurðsson 4 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 Sigurður Egill Lárusson 3 (75. Pétur Georg Markan -) Gunnar Helgi Steindórsson 3 (62. Björgólfur Takefusa 5) Helgi Sigurðsson 4KR (4-3-3): Hannes Þór Halldórsson 6 Magnús Már Lúðvíksson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 *Viktor Bjarki Arnarsson 7 Maður leiksins (88. Dofri Snorrason -) Baldur Sigurðsson 5 (62. Ásgeir Örn Ólafsson 5) Óskar Örn Hauksson 7 Kjartan Henry Finnbogason 7 (75. Gunnar Örn Jónsson -) Guðjón Baldvinsson 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira