Íslenski boltinn

Andri Marteinsson: Stóðumst prófið þrátt fyrir tap

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Andri Marteinsson
Andri Marteinsson
Andri Marteinsson þjálfari Víkings, var alls ekki ósáttur við frammistöðu síns liðs gegn KR í gærkvöld. „Þetta var ákveðið próf sem við þreyttum hér í dag. Mér fannst við standa okkur vel þó við höfum tapað. Mínir menn gerðu hluti sem var fyrir þá lagt og þeir lögðu sig fram,“ sagði Andri.

„Leikurinn er í algeru jafnvægi þegar menn gleyma sér í fimm mínútur og eru seinir að elta mennina og miðjan dettur niður í varnarlínuna og KR-ingar setja á okkur mikla pressu sem kostaði mark en eftir það rifu menn sig upp. Þetta var smá kafli í kringum markið þar sem menn eru aðeins á hælunum,“ sagði Andri um aðdraganda fyrra marks KR í leiknum en hann var allt annað en sáttur við aðdraganda seinna marksins.

„Dómarinn sem hafði ekki beitt hagnaðarreglunni allan leikinn ákveður að beita henni fyrir okkur sem verður til þess að við fáum sókn í bakið og við fáum á okkur mark. Það segir allt sem segja þarf um hans frammistöðu hér í kvöld,“ sagði Andri en Walter Hjaltasted lá utan vallar þegar KR-ingar skoruðu eftir viðskipti sín við Kjartan Henry Finnbogason sem ekki var dæmt á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×