Íslenski boltinn

Heimir: Við áttum auðvitað að fá þrjú stig úr þessum leik

Ari Erlingsson í Keflavík skrifar
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH-inga var skiljanlega súr í leikslok eftir að leikmenn hans misstu niður unnin leik í jafntefli á lokaandartökum leiksins.

"Við áttum auðvitað að fá 3 stig úr þessum leik. Einhvern vegin náðum við að klúðra því og það eru vissulega vonbrigði en við verðum bara að halda áfram eftir svona lagað. Við byrjum þennan leik kannski ekki vel en síðustu 15 mínúturnar í fyrri hálfleik náðum við yfirhöndinni og við slepptum ekkert takinu á þeim fyrr en alveg í restina.  Við fengum góð færi en náðum bara að skora eitt mark.

Frábært mark hjá Matta úr aukaspyrnu. 1-0 er lítil forysta og það má lítið út af bregða og þá er maður búinn að missa niður forskotið. Við misstum leikinn í smá uppnám þegar við misstum Viktor af velli.  Gleymdum  svo að dekka Grétar og hann refsaði okkur.  Við samt auðvitað klúðruðum þessu fyrr í leiknum, áttum að vera komnir með betra forskot en þetta," sagði Heimir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×