Íslenski boltinn

Vodafone-völlurinn er nýr heimavöllur Eyjamanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórarinn Ingi Valdimarsson í leiknum í gær.
Þórarinn Ingi Valdimarsson í leiknum í gær. Mynd/Anton
Eyjamönnum líður vel á Vodafone-vellinum og svo vel að þeir hafa ákveðið að spila heimaleiki sína í Evrópudeildinni á vellinum. Forráðamenn ÍBV gengu frá samningi við Valsmenn í gær um að fá að spila Evrópuleiki sína á Híðarenda en þetta kom fyrst fram á vef Eyjafrétta.

Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, uppfyllir ekki kröfur UEFA fyrir Evrópukeppnina og því neyðast Eyjamenn til að spila heimaleiki sína í keppninni upp á landi.

ÍBV-liðið hefur náð í sjö af níu stigum í boði í síðustu þremur leikjum sínum á Vodafonevellinum og það þrátt fyrir að spila manni færri í meira en 115 mínútur í tveimur leikjanna.

Þórarinn Ingi Valdimarsson hélt upp á samninginn með því að skora stórglæsilegt sigurmark í uppbótartíma í leik liðanna í gærkvöldi.

Síðustu þrír leikir ÍBV á Vodafonevellinum:11. maí 2011 - 1-0 sigur á Val

24. maí 2010 - 3-0 sigur á Haukum

17.maí 2010 - 1-1 jafntefli við Val




Fleiri fréttir

Sjá meira


×