Erlent

Cameron beitir sér í máli Madeleine

Lundúnalögreglan ætlar nú að beita sérþekkingu sinni við að rannsaka hvarfið á Madeleine McCann. Á dögunum voru átta ár liðin frá fæðingu stúlkunnar en hún hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007 þá þriggja ára gömul.

Ekkert hefur til hennar spurst síðan og hefur málið vakið gríðarmikla athygli um allan heim. Í tilefni af afmæli Maddýjar skrifuðu foreldrar hennar, þau Kate og Gerry McCann, bréf til David Cameron, forsætisráðherra Breta, þar sem hann var hvattur til þess að beita sér fyrir því að málið yrði opnað að nýju og rannsakað ofan í kjölinn.

Cameron hefur nú svarað bréfinu og segir að innanríkisráðherra Breta muni hafa samband innan skammst til þess að kynna þeim nýja áætlun í málinu og að Lundúnalögreglan muni nú koma að leitinni. Auk þess að sjá um löggæslumál í Lundúnum sér embættið einnig um mál sem tengjast hryðjuverkum auk þess sem þeir gæta konungsfjölskyldunnar og æðstu embættismanna ríkisins.

McCann hjónin segjast afar þakklát fyrir að skiður virðist vera að koma á málið að nýju.


Tengdar fréttir

Foreldrar Madeleine biðla til forsætisráðherra Breta

Foreldrar Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007 og hefur verið leitað síðan, hafa biðlað til Dave Cameron forsætisráðherra Breta að hann fyrirskipi óháða rannsókn á hvarfi hennar. Þá krefjast þau þess að öll gögn í málinu verði gerð opinber.

Fylltist þunglyndi og sjálfsvígshugsunum vegna Maddie

Kate McCann segist hafa fyllst þunglyndi og sjálfsvígshugsunum eftir að dóttur hennar, Madeleine McCann, var rænt af hótelherbergi í Portúgal. Fjögur ár eru síðan að Maddie litlu, eins og hún var kölluð, var rænt og enn er ekkert vitað um afdrif hennar. Kate McCann hefur nú gefið út bók um hvarfið. Þar lýsir hún meðal annars tilfinningum sínum þegar að rannsókn málsins fór af stað. Hún segir að það hafi valdið sér sársauka að hafa verið álitin vera köld og tilfinningalaus manneskja, vegna þess hvernig hún kom fyrir í viðtölum við fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×