Íslenski boltinn

FH samdi við Tógómanninn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og Jörundur Áki Sveinsson, aðstoðarmaður hans.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og Jörundur Áki Sveinsson, aðstoðarmaður hans. Mynd/Anton
FH-ingar hafa fengið leikheimild fyrir Tógómanninn Farid Abdel Zato-Arouna sem æft hefur með liðinu síðustu vikurnar.

Zato-Arouna kom til landsins á eigin vegum og kom sér í samband við FH. Hann er nítján ára gamall.

FH-ingar misstu af Birni Jónssyni sem æfði einnig með liðinu á dögunum. Hann ákvað frekar að semja við KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×