Enski boltinn

Ancelotti: Veit ekki hvað gerist

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlo Ancelotti gat engum spurningum svarað um hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri Chelsea á næstu leiktíð.

Chelsea gerði í dag 2-2 jafntefli við Newcastle á heimavelli en liðið missti bæði enska meistaratitilinn sem og bikarmeistaratitilinn til Manchester-liðanna í ár.

„Ég veit ekki hvað gerist,“ sagði Ancelotti þegar hann var spurður um sína framtíð hjá félaginu en spekingar telja líklegt að hann muni hætta í sumar.

„Við verðum bara að bíða í eina viku til viðbótar. Vika er ekki langur tími.“

„Ég get einfaldlega ekki svarað spurningum um þetta. Forráðamenn félagsins verða að svara henni. Það er hlutverk þeirra að taka ákvörðun um mitt starf og dæma hvernig ég stóð mig.“

„Ef þeim finnst að ég hafi staðið mig vel verð ég áfram. Ef ekki, þá fer ég.“

„Sjálfum fannst mér ég stundum hafa staðið mig vel en ég hefði líka getað gert margt betur. Ég veit ekki hver niðurstaðan verður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×