Enski boltinn

Grant: Daprasti dagurinn á ferlinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Avram Grant, stjóri West Ham segir að dagurinn í dag sé sá versti á sínum ferli. West Ham féll í dag úr ensku úrvalsdeildinni eftir 3-2 tap fyrir Wigan.

West Ham var með 2-0 forystu í fyrri hálfleik en Wigan, sem er líka í harðri fallbaráttu, svaraði með þremur mörkum í síðari hálfleik.

„Þetta er mjög dapur dagur fyrir mig, þessa frábæru stuðningsmenn og félagið sjálft,“ sagði Grant við enska fjölmiðla eftir leikinn.

„Ég vissi af vandamálum félagsins þegar ég kom hingað en taldi við við gætum gert eitthvað gott. Kannski að þessi leikur sé dæmigerður fyrir tímabilið í heild sinni.“

„Leikurinn byrjaði vel, eins og svo oft áður hjá okkur, en svo gerðist það sem gerðist.“

„Þetta er daprasti dagurinn á mínum ferli. Mér þykir þetta virkilega leit fyrir hönd stuðningsmannanna og félagsins.“

„West Ham er frábært félag. Þetta er stórtfélag og ég er viss um það snúi fljótlega aftur í ensku úrvalsdeildina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félagið er í þessari stöðu.“

Óvíst er hvað tekur við hjá Grant. „Framtíð mín skiptir ekki máli núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×