Enski boltinn

Jóhannes Karl og félagar í úrslitaleikinn eftir mikla dramatík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Huddersfield Town tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku b-deildinni eftir dramatískan sigur í vítakeppni í seinni undanúrslitaleiknum á móti Bournemouth í kvöld. Huddersfield mætir annaðhvort Peterborough United eða Milton Keynes Dons í úrslitaleiknum sem fer fram á Old Trafford í Manchester.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli Bournemouth en það varð að framlengja leikinn í kvöld eftir að staðan var 2-2 í lok hans. Huddersfield komst tvisvar yfir í venjulegum leiktíma en lenti hinsvegar undir í framlengingunni.

Eftir framlenginguna var staðan 3-3 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Huddersfield vann vítakeppnina 4-2 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Jóhannes Karl sat allan tímann á bekknum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×