Enski boltinn

Wenger: Mætum brjálaðir í næstu leiki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, bar sig ágætlega eftir jafnteflið gegn Tottenham í kvöld og þá niðurstöðu að liðið er komið í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Chelsea lagði Birmingham.

"Við munum berjast eins og brjálæðingar í næstu leikjum. Að sjálfsögðu getum við enn barist um titilinn. Við munum ekki gefast upp," sagði Wenger.

"Það er ósanngjarnt að gagnrýna okkur. Við erum búnir að spila 15 leiki í röð í deildinni án þess að tapa og af slíkum árangri státar ekkert annað lið. Það er frábær andi í þessu liði."

Wenger hrósaði einnig strákunum fyrir magnaðan leik en sagði þá hafa orðið þreytta.

"Það var brjálaður hraði í þessum leik en við spiluðum stórleik fyrir stuttu síðan og því erfitt að halda þessum hraða í 90 mínútur. Auðvitað er svekkjandi að missa niður 3-1 stöðu en við lögðum okkur vel fram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×