Enski boltinn

Fagnaði marki með því fara inn á völlinn í hjólastól

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Derry Felton er einn harðasti stuðningsmaður Northampton og hann sannaði það eftirminnilega um helgina. Þá fagnaði hann marki liðsins með því að fara á hjólastólnum sínum á inn á völlinn.

Northampton er í mikilli fallbaráttu og lenti 2-0 undir gegn Rotherham.

Northampton kom til baka og jafnaði leikinn á lokamínútu leiksins. Þá missti Felton sig í gleðinni og spólaði inn á völlinn.

Hann var færður í rólegheitum af vellinum. Myndbandið af þessu atviki má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×