Erlent

Starfsmenn Fukushima aftur til starfa

Starfsmenn Fukushima kjarnorkuversins hafa enn einu sinni snúið aftur til vinnu sinnar við að kæla kjarnaofna versins, en allt starfsfólkið var flutt á brott síðdegis í gær þegar svartur reykur fór að liðast upp frá einum ofninum sem skemmdist þegar jarðskjálftinn reið yfir þann ellefta mars síðastliðinn. Óljóst er hvað olli reyknum en engin merki voru um að eldur hefði brotist út og geilslamengun á svæðinu jókst ekki að því er stjórnvöld segja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×