Erlent

Geislamengun mælist fyrir utan kjarnorkuverið

Mjög geislamengað vatn hefur nú fundist í fyrsta sinn utan Fukushima kjarnorkuversins í Japan þar sem menn hafa reynt að kæla kjarnakljúfana sem urðu illa úti í jarðskjálftanum ellefta mars og flóðbylgunni sem kom á eftir.

Mælingarnar voru gerðar í göngum sem tengjast kjarnakljúfi tvö í verinu og hafa þær ýtt undir ótta um að geislavirkur vökvi sé að sleppa út í umhverfið í nágrenninu. Hingað til hefur mjög geislamengað vatn aðeins fundist inni í byggingunum sem hýsa sjálfa kjarnakljúfana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×