Enski boltinn

Fjögur rauð spjöld á loft í U18 ára bikarleik Man Utd og Liverpool

Það er ávallt heitt í kolunum þegar Manchester United og Liverpool mætast og skiptir þá engu á hvaða aldri leikmennirnir eru. Það sauð upp úr þegar þessi lið áttust við í gær í undanúrslitum bikarkeppni U18 ára liða sem fram fór á Anfield. Leikurinn endaði með 3-2 sigri Man Utd eftir að Liverpool hafði komist yfir 2-0. Alls fengu fjórir leikmenn rautt spjald í leiknum en helstu atriðin úr leiknum má sjá í myndabandinu hér fyrir ofan.

Um 10.000 áhorfendur voru á leiknum en fámennur hópur stuðningsmanna Man Utd fór langt yfir strikið þegar þeir sungu „níðsöngva" um Liverpool þar sem að gert var grína að hörmulegum atburðum sem áttu sér stað á Hillsbrough og Heysel.

Talsmaður stuðningsmanna Man Utd segir í viðtali við Daily Mail að fámennur hópur hafi verið félaginu til skammar. John Aldridge fyrrum leikmaður Liverpool segir að hann hafi aldrei upplifað slík læti í leik hjá unglingaliði. „Vonandi mun ég aldrei upplifa þetta aftur – mér varð óglatt að hlusta á þetta," sagði Aldridge m.a.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×