Enski boltinn

Gríðarlegur kostnaður vegna öryggisgæslu á Wembley

Lee Probert dómari ræðir hér málin við David Silva leikmann Manchester City.
Lee Probert dómari ræðir hér málin við David Silva leikmann Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Lögregluyfirvöld í London stukku ekki hæð sína í loft upp þegar ljóst var að Manchester United og Manchester City mætast í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta á Wembley. Það er ljóst að viðbúnaður lögreglunnar þarf að vera með mesta móti og telja breskir fjölmiðlar að kostnaðurinn muni slá öll fyrri met.

Keppt verður helgina 16.-17. Apríl en Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í Bolton mæta Stoke í hinum undanúrslitaleiknum.

Ef Manchester City kemst í átta liða úrslit Evrópudeildar UEFA er ljóst að Manchester-slagurinn fer fram sunnudaginn 17. Apríl. Þann sama dag fer fram Lundúnarmaraþon, og Arsenal tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það er því ljóst að það verður mikið um að vera í London á þessum sunnudegi.

Frá árinu 2008 hafa báðir undanúrslitaleikirnir í enska bikarnum farið fram á Wembley sem tekur um 90.000 áhorfendur. Talsmaður Scotland Yard segirí viðtali við Daily Mail að öryggis – og löggæsla á þessu degi gæti kostað nokkrar milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×