Erlent

Larry King aftur á leið á skjáinn

Hin háaldraða sjónvarpsstjarna Larry King er aftur á leið á skjáinn. King hefur samið um að koma reglulega fram í hinum þekkta grínþætti The Daily Show.

Blaðið The New York Times greinir frá þessu en King sem orðinn er 77 ára gamall lauk sjónvarpsferli sínum opinberlega um síðustu áramót eftir aldarfjórðungs vinnu við sjónvarpsstöðina CNN.

Jon Stewart stjórnandi The Daily Show er hinsvegar mikill aðdáandi King og kom raunar fram í kveðjuþætti gamla mannsins. Stewart mun hafa fengið Larry King til þess að koma fram reglulega  í The Daily Show og að sögn The New York Times hefur þegar verið gerður samningur þess efnis.

Larry King hefur aftur á móti forðast sviðsljósið frá því að hann lét af störfum fyrir CNN þar sem hann var meðal annars þekktur sem konungur spjallþáttanna. Jon Stewart mun vera mjög ánægður með að hafa fengið King til liðs við sig og lét hafa eftir sér nýlega að það væri skortur á Larry King í bandarísku sjónvarpi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×