Enski boltinn

Capello ætlar að gera Terry að fyrirliða á ný

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Fabio Capello þjálfari enska landsliðsins í fótbolta hefur ákveðið að gera John Terry að fyrirliða á ný.
Fabio Capello þjálfari enska landsliðsins í fótbolta hefur ákveðið að gera John Terry að fyrirliða á ný. Nordic Photos/Getty Images
Fabio Capello þjálfari enska landsliðsins í fótbolta hefur ákveðið að gera John Terry að fyrirliða á ný en Rio Ferdinand hefur borið fyrirliðabandið að undanförnu. Breski fréttavefurinn Sportsmail telur sig hafa heimildir fyrir því að Capello hafi gert upp hug sinn en hann mun greina frá ákvörðun sinni rétt fyrir næsta landsleik sem er gegn Wales þann 26. mars.

Capello tók fyrirliðastöðuna af Terry fyrir ári síðan þegar upp komst að hann hafði haldið við unnustu fyrrum samherja hans hjá Chelsea og enska landsliðinu, Wayne Bridge. Capello ætlar að reyna að halda friðinn í herbúðum enska landsliðsins en Rio Ferdinand mun ekki vera ánægður með þessa ákvörðun Capello. „Rio var góður fyrirliði, en John Terry var fyrsti valkostur minn. Steven Gerrard hefur einnig staðið sig vel í þessu hlutverki en ég valdi Terry fyrst og hann hefur tekið út sína refsingu," sagði Capello.

Í vináttleiknum gegn Dönum á dögunum var Frank Lampard með fyrirliðabandið í fyrri hálfleik, Ashley Cole tók síðan við því og það endaði á upphandleggnum á Gareth Barry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×