Enski boltinn

Capello: Wilshere verður fyrirliði enska landsliðsins einn daginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere í enska landsliðsbúningnum.
Jack Wilshere í enska landsliðsbúningnum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, hefur mikla trú á Arsenal-manninum Jack Wilshere, eins og reyndar fleiri. Hann talaði nú síðast um að hann sæi strákinn fyrir sér sem framtíðarfyrirliða enska landsliðsins.

Jack Wilshere er enn bara 19 ára gamall en hefur verið í stóru hlutverki hjá Arsenal á þessu tímabili. Hann hefur auk þess spilað tvo A-landsleiki undir stjórn Capello sem hefur hrifist mikið af þroska stráksins.

„Hann verður fyrirliði enska landsliðsins einn daginn," sagði Fabio Capello.  „Jack Wilshere þarf að spila fleiri landsleiki en hann er fæddur leiðtogi. Ég sá hvernig hann talaði við dómarann í Danaleiknum og hvernig hann talaði við aðra leikmenn í liðinu. Það er mjög erfitt að finna svona ungan leikmann með svona sterkan persónuleika," sagði Capello.

„Ég man eftir þremur leikmönnum sem höfðu sömu eiginleika svona ungir, varnarmennina Paolo Maldini og Franco Baresi og sóknarmanninn Raul. Þeir höfðu allir sterkan persónuleika og mikið sjálfstraust inn á vellinum en Wilshere er besti ungi miðjumaðurinn sem ég hef séð á hans aldri," sagði Capello.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×