Jóhann Berg: Það er kominn tími á sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2011 15:00 Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Anton Jóhann Berg Guðmundsson átti ekki góðan leik á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn enda ekki hans tebolli að spila nánast eingöngu varnarleik í 90 mínútur. Jóhann Berg var jákvæður fyrir leikinn við Kýpur í kvöld og er staðráðinn í að gera betur. „Ég er nokkuð jákvæður fyrir þennan leik. Það er kominn tími á sigur og er ekki um að gera að ná honum á heimavelli á móti liði sem við eigum möguleika á móti. Við vitum það að þetta verður erfiður leikur og að við verðum að vera hundrað prósent á leikdag," segir Jóhann Berg og hann vonast eftir því að fá boltann meira á sóknarhelmingnum á móti Kýpur. „Ég býst við því að fá meira boltann inn á þeirra vallarhelmingi. Á móti Noregi var maður mikið í varnarleik og það var erfitt að gera eitthvað fram á við. Þetta verður allt öðruvísi leikur. Ég held að við munum stjórna leiknum mun meira hér og fá tækifæri til að fara maður á mann og reyna að ná fyrirgjöfum inn í teig. Kolli er síðan heitur þar," segir Jóhann Berg og það eru margir sem bíða spenntir eftir því hvernig Jóhanni og félögum takist að þjónusta betur Kolbein Sigþórsson sem fékk varla að vera með í leiknum á móti Noregi. „Síðasti leikurinn í þessari keppni er á móti Portúgal úti sem verður gríðarlega erfiður leikur. Það verður erfitt að ná í einhver stig þar þannig að þetta er leikurinn sem við ætlumst til að við vinna og viljum vinna. Vonandi heppnast það hjá okkur. Þetta er leikur sem við verðum að fá þrjá punkta. Það er kominn tími á sigur og við gerum þetta vonandi aðskemmtilegu kvöldi," segir Jóhann Berg og hann segir að tapið á móti Noregi hafi ekki setið lengi í strákunum. „Þetta er mjög góður hópur og það er mikið hlegið og mikið gert grín. Menn eru því búnir að gleyma þessum Noregsleik og farnir að einbeita sér að mogundeginum," segir Jóhann Berg. „Við vorum þéttir á móti Noregi og þeir voru ekki að skapa sér nein gríðarlega hættuleg færi. Þetta voru mest skot fyrir utan teig sem voru ekki það hættuleg. Auðvitað vorum við mikið í varnarleik en það gerist svolítið af því að þeir eru að spila á heimavelli fyrir framan 25 Norsara og við dettum því til baka," rifjar Jóhann Berg upp. „Auðvitað var þetta fínn leikur hjá okkur og algjör óheppni að fá þetta mark á sig á lokamínútunum. Það er ekki mikið búið að falla með okkur en vonandi breytist það á morgun. Við verðum að fá þessa þrjá punkta og ég held að það sé skylda að vinna þennan leik," sagði Jóhann Berg að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson átti ekki góðan leik á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn enda ekki hans tebolli að spila nánast eingöngu varnarleik í 90 mínútur. Jóhann Berg var jákvæður fyrir leikinn við Kýpur í kvöld og er staðráðinn í að gera betur. „Ég er nokkuð jákvæður fyrir þennan leik. Það er kominn tími á sigur og er ekki um að gera að ná honum á heimavelli á móti liði sem við eigum möguleika á móti. Við vitum það að þetta verður erfiður leikur og að við verðum að vera hundrað prósent á leikdag," segir Jóhann Berg og hann vonast eftir því að fá boltann meira á sóknarhelmingnum á móti Kýpur. „Ég býst við því að fá meira boltann inn á þeirra vallarhelmingi. Á móti Noregi var maður mikið í varnarleik og það var erfitt að gera eitthvað fram á við. Þetta verður allt öðruvísi leikur. Ég held að við munum stjórna leiknum mun meira hér og fá tækifæri til að fara maður á mann og reyna að ná fyrirgjöfum inn í teig. Kolli er síðan heitur þar," segir Jóhann Berg og það eru margir sem bíða spenntir eftir því hvernig Jóhanni og félögum takist að þjónusta betur Kolbein Sigþórsson sem fékk varla að vera með í leiknum á móti Noregi. „Síðasti leikurinn í þessari keppni er á móti Portúgal úti sem verður gríðarlega erfiður leikur. Það verður erfitt að ná í einhver stig þar þannig að þetta er leikurinn sem við ætlumst til að við vinna og viljum vinna. Vonandi heppnast það hjá okkur. Þetta er leikur sem við verðum að fá þrjá punkta. Það er kominn tími á sigur og við gerum þetta vonandi aðskemmtilegu kvöldi," segir Jóhann Berg og hann segir að tapið á móti Noregi hafi ekki setið lengi í strákunum. „Þetta er mjög góður hópur og það er mikið hlegið og mikið gert grín. Menn eru því búnir að gleyma þessum Noregsleik og farnir að einbeita sér að mogundeginum," segir Jóhann Berg. „Við vorum þéttir á móti Noregi og þeir voru ekki að skapa sér nein gríðarlega hættuleg færi. Þetta voru mest skot fyrir utan teig sem voru ekki það hættuleg. Auðvitað vorum við mikið í varnarleik en það gerist svolítið af því að þeir eru að spila á heimavelli fyrir framan 25 Norsara og við dettum því til baka," rifjar Jóhann Berg upp. „Auðvitað var þetta fínn leikur hjá okkur og algjör óheppni að fá þetta mark á sig á lokamínútunum. Það er ekki mikið búið að falla með okkur en vonandi breytist það á morgun. Við verðum að fá þessa þrjá punkta og ég held að það sé skylda að vinna þennan leik," sagði Jóhann Berg að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira