Ólafur Jóhannsson, þjálfari karlalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir síðasta heimaleik liðsins undir hans stjórn. Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvellinum í undankeppni EM og hefst leikurinn klukkan 18.45.
Ólafur varð að gera fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í tapinu á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn. Stefán Logi Magnússon og Rúrik Gíslason eru í banni í leiknum í kvöld, Indriði Sigurðsson er veikur og Sölvi Geir Ottesen er meiddur.
Þeir sem koma inn í byrjunarliðið eru þeir Hannes Þór Halldórsson, Hallgrímur Jónasson, Kristján Örn Sigurðsson og Birkir Bjarnason. Hannes er að fara að spila sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.
Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur í kvöld:
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Miðvörður: Kristján Örn Sigurðsson
Miðvörður: Hallgrímur Jónasson
Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson
Tengiliður: Helgi Valur Daníelsson
Tengiliður: Eggert Gunnþór Jónsson
Hægri kantur: Birkir Bjarnason
Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen
Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson
Framherji: Kolbeinn Sigþórsson
Varamannabekkurinn:
Haraldur Björnsson
Matthías Vilhjálmsson
Jón Guðni Fjóluson
Arnór Aðalsteinsson
Steinþór Freyr Þorsteinsson
Björn Bergmann Sigurðarson
Alfreð Finnbogason

