Dóra María: Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2011 06:00 Dóra María Lárusdóttir. Mynd/Daníel Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum. „Við setjum svolítið pressuna á okkur sjálfar að ætla að skora snemma og vorum því orðnar örvæntingarfullar of snemma. Það voru samt alveg tuttugu mínútur eftir þegar við skoruðum en það var léttir að fá þetta mark. Við viljum halda okkur á toppnum í riðlinum og því skipti þetta sigurmark okkur miklu máli,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, en hún kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu. Þá voru íslensku stelpurnar búnar að bíða eftir marki í 216 mínútur, allt frá því að þær skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik í sigri á Noregi. „Ég held að það sé enginn sáttur við að byrja á bekknum en ég er þakklát fyrir þær mínútur sem ég fékk. Það er alltaf skemmtilegt að skora og ég held að ég sé bara sátt með minn leik,“ segir Dóra en hvaða skilaboð fékk hún frá landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni? „Siggi sendi mig inn á til að breyta leiknum held ég,“ sagði Dóra María í léttum tón en hvernig var markið? „Þetta var skalli sem markmaðurinn nær ekki að halda og missir hann aðeins frá sér. Ég er fyrst á staðinn og rétt næ að pota honum yfir línuna,“ sagði Dóra María, sem viðurkennir að leikmenn hafi verið farnir að hafa áhyggjur þegar langt var liðið og markið var ekki komið. „Þetta verður pínu stress hjá okkur. Við fengum allar dauðafæri í Belgíuleiknum og fundum kannski fyrir pressu á að klára færin okkar. Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi,“ sagði Dóra María, en hún fylgdi þá eftir skalla Margrét Láru Viðarsdóttur. „Við fengum eitt til tvö fín færi en við náðum samt ekki að skapa okkur nógu mikið í þessum leik. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta var ekkert alslæmt hjá okkur en við höfum oft spilað betur og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég er nokkuð viss um það að við þurfum betri leik á móti Norður-Írunum því ég held að þær séu með sterkara lið,“ segir Dóra María, en Ísland mætir Norður-Írlandi í Belfast á miðvikudaginn. Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum. „Við setjum svolítið pressuna á okkur sjálfar að ætla að skora snemma og vorum því orðnar örvæntingarfullar of snemma. Það voru samt alveg tuttugu mínútur eftir þegar við skoruðum en það var léttir að fá þetta mark. Við viljum halda okkur á toppnum í riðlinum og því skipti þetta sigurmark okkur miklu máli,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, en hún kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu. Þá voru íslensku stelpurnar búnar að bíða eftir marki í 216 mínútur, allt frá því að þær skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik í sigri á Noregi. „Ég held að það sé enginn sáttur við að byrja á bekknum en ég er þakklát fyrir þær mínútur sem ég fékk. Það er alltaf skemmtilegt að skora og ég held að ég sé bara sátt með minn leik,“ segir Dóra en hvaða skilaboð fékk hún frá landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni? „Siggi sendi mig inn á til að breyta leiknum held ég,“ sagði Dóra María í léttum tón en hvernig var markið? „Þetta var skalli sem markmaðurinn nær ekki að halda og missir hann aðeins frá sér. Ég er fyrst á staðinn og rétt næ að pota honum yfir línuna,“ sagði Dóra María, sem viðurkennir að leikmenn hafi verið farnir að hafa áhyggjur þegar langt var liðið og markið var ekki komið. „Þetta verður pínu stress hjá okkur. Við fengum allar dauðafæri í Belgíuleiknum og fundum kannski fyrir pressu á að klára færin okkar. Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi,“ sagði Dóra María, en hún fylgdi þá eftir skalla Margrét Láru Viðarsdóttur. „Við fengum eitt til tvö fín færi en við náðum samt ekki að skapa okkur nógu mikið í þessum leik. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta var ekkert alslæmt hjá okkur en við höfum oft spilað betur og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég er nokkuð viss um það að við þurfum betri leik á móti Norður-Írunum því ég held að þær séu með sterkara lið,“ segir Dóra María, en Ísland mætir Norður-Írlandi í Belfast á miðvikudaginn.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira