Ólafur Jóhannesson: Stoltur af liðinu 7. október 2011 23:55 Ólafur Jóhannesson stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 5-3 tapleiknum gegn Portúgal í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Þjálfarinn var stoltur af liðinu þrátt fyrir tapið. Ég er mjög ánægður með leik okkar manna en að staðan skyldi vera 3-0 í hálfleik er ótrúlegt og mjög ósanngjarnt. Við áttum 2-3 góð færi í fyrri hálfleik í stöðunni 0-0. Eins og ég sagði fyrir leikinn þá eru Portúgalar góðir í fótbolta þegar þeir hafa boltann en þeir eru ekkert duglegir að verjast. Við nýttum okkur það ágætlega. Mér fannst Birkir Bjarnason og Aron Gunnar Einarsson alltaf vera fríir á miðjunni. Sérstaklega í fyrri hálfleik en okkur gekk illa að finna þá – sérstaklega í fyrri hálfleik. Fyrsta markið sem við fengum á okkur þá var hendi á leikmann Portúgals en ekkert var dæmt. Þeir fengu hornspyrnu sem þeir áttu aldrei að fá og skoruðu. Annað markið var slysalegt. „Ég sagði í hálfleik að það væri mjög auðvelt að hætta núna, og spurði hvort við værum menn eða ekki. Það lögðust allir á eitt um að gera betur og vinna seinni hálfleikinn. Við vorum með það á hreinu og gerðum það. Heilt yfir get ég verið stoltur af liðinu, menn gáfu sig alla í þetta þótt að á móti blési." Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport spurði Ólaf hvort þessi leikur væri sá besti undir hans stjórn. „Það er erfitt að segja. Þessi leikur fer örugglega hátt á þeim skala – ég held að menn hafi skemmt sér mjög vel." Ólafur hefur verið orðaður við lið Hauka en hann vildi ekki játa þeim orðrómi. „Það eru meiri líkur á því að ég fari að þjálfa – kannski bara sjálfan mig, ekki veitir af. En þetta skýrist fljótlega." Guðmundur spurði Ólaf af því hvort hann myndi segja já ef honum yrði boðið starf landsliðsþjálfara einhverntíma aftur og svarið var stutt og hnitmiðað: Já. Tengdar fréttir Birkir Bjarnason: Spiluðum mjög góðan leik Við spiluðum bara mjög góðan leik en ég veit ekki hvort við erum svona óheppnir eða einbeitingalausir í mörkunum þeirra,“ sagði Birkir Bjarnason landsliðsmaður í fótbolta við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport eftir 5-3 tapleik Íslands gegn Portúgal í kvöld. Birkir var einn besti leikmaður Íslands og átti stóran þátt í þriðja marki liðsins þar sem hann var felldur í vítateig Portúgals. 7. október 2011 23:02 Tap í Portúgal þrátt fyrir þrjú íslensk mörk Íslenska landsliðið skoraði þrjú mörk á erfiðum útivelli í Portúgal en tapaði samt, 5-3. Hreint út sagt ótrúlegur leikur og flott frammistaða hjá strákunum. 7. október 2011 14:25 Hallgrímur Jónasson: Svolítið sérstakt en ótrúlega gaman „Þetta var svolítið sérstakt en ótrúlega gaman,“ sagði Hallgrímur Jónasson sem skoraði tvívegis fyrir Íslands í 5-3 tapleiknum gegn Portúgal í kvöld. 7. október 2011 23:38 Hallgrímur komst í fámennan hóp í kvöld Hallgrímur Jónasson komst í fámennan úrvalshóp með því að skora tvö mörk á Estádio do Dragão vellinum í Porto í kvöld. Hallgrímur skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum en íslenska liðið varð að sætta sig við 3-5 tap í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2012. 7. október 2011 22:12 Sölvi Geir: Þetta var ömurleg sending "Sem varnarmaður þá get ég ekki verið sáttur við fáum á okkur fimm mörk,“ sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 5-3 tapleikinn gegn Portúgal í kvöld í viðtali við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport. 7. október 2011 23:22 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira
Ólafur Jóhannesson stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 5-3 tapleiknum gegn Portúgal í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Þjálfarinn var stoltur af liðinu þrátt fyrir tapið. Ég er mjög ánægður með leik okkar manna en að staðan skyldi vera 3-0 í hálfleik er ótrúlegt og mjög ósanngjarnt. Við áttum 2-3 góð færi í fyrri hálfleik í stöðunni 0-0. Eins og ég sagði fyrir leikinn þá eru Portúgalar góðir í fótbolta þegar þeir hafa boltann en þeir eru ekkert duglegir að verjast. Við nýttum okkur það ágætlega. Mér fannst Birkir Bjarnason og Aron Gunnar Einarsson alltaf vera fríir á miðjunni. Sérstaklega í fyrri hálfleik en okkur gekk illa að finna þá – sérstaklega í fyrri hálfleik. Fyrsta markið sem við fengum á okkur þá var hendi á leikmann Portúgals en ekkert var dæmt. Þeir fengu hornspyrnu sem þeir áttu aldrei að fá og skoruðu. Annað markið var slysalegt. „Ég sagði í hálfleik að það væri mjög auðvelt að hætta núna, og spurði hvort við værum menn eða ekki. Það lögðust allir á eitt um að gera betur og vinna seinni hálfleikinn. Við vorum með það á hreinu og gerðum það. Heilt yfir get ég verið stoltur af liðinu, menn gáfu sig alla í þetta þótt að á móti blési." Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport spurði Ólaf hvort þessi leikur væri sá besti undir hans stjórn. „Það er erfitt að segja. Þessi leikur fer örugglega hátt á þeim skala – ég held að menn hafi skemmt sér mjög vel." Ólafur hefur verið orðaður við lið Hauka en hann vildi ekki játa þeim orðrómi. „Það eru meiri líkur á því að ég fari að þjálfa – kannski bara sjálfan mig, ekki veitir af. En þetta skýrist fljótlega." Guðmundur spurði Ólaf af því hvort hann myndi segja já ef honum yrði boðið starf landsliðsþjálfara einhverntíma aftur og svarið var stutt og hnitmiðað: Já.
Tengdar fréttir Birkir Bjarnason: Spiluðum mjög góðan leik Við spiluðum bara mjög góðan leik en ég veit ekki hvort við erum svona óheppnir eða einbeitingalausir í mörkunum þeirra,“ sagði Birkir Bjarnason landsliðsmaður í fótbolta við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport eftir 5-3 tapleik Íslands gegn Portúgal í kvöld. Birkir var einn besti leikmaður Íslands og átti stóran þátt í þriðja marki liðsins þar sem hann var felldur í vítateig Portúgals. 7. október 2011 23:02 Tap í Portúgal þrátt fyrir þrjú íslensk mörk Íslenska landsliðið skoraði þrjú mörk á erfiðum útivelli í Portúgal en tapaði samt, 5-3. Hreint út sagt ótrúlegur leikur og flott frammistaða hjá strákunum. 7. október 2011 14:25 Hallgrímur Jónasson: Svolítið sérstakt en ótrúlega gaman „Þetta var svolítið sérstakt en ótrúlega gaman,“ sagði Hallgrímur Jónasson sem skoraði tvívegis fyrir Íslands í 5-3 tapleiknum gegn Portúgal í kvöld. 7. október 2011 23:38 Hallgrímur komst í fámennan hóp í kvöld Hallgrímur Jónasson komst í fámennan úrvalshóp með því að skora tvö mörk á Estádio do Dragão vellinum í Porto í kvöld. Hallgrímur skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum en íslenska liðið varð að sætta sig við 3-5 tap í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2012. 7. október 2011 22:12 Sölvi Geir: Þetta var ömurleg sending "Sem varnarmaður þá get ég ekki verið sáttur við fáum á okkur fimm mörk,“ sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 5-3 tapleikinn gegn Portúgal í kvöld í viðtali við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport. 7. október 2011 23:22 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira
Birkir Bjarnason: Spiluðum mjög góðan leik Við spiluðum bara mjög góðan leik en ég veit ekki hvort við erum svona óheppnir eða einbeitingalausir í mörkunum þeirra,“ sagði Birkir Bjarnason landsliðsmaður í fótbolta við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport eftir 5-3 tapleik Íslands gegn Portúgal í kvöld. Birkir var einn besti leikmaður Íslands og átti stóran þátt í þriðja marki liðsins þar sem hann var felldur í vítateig Portúgals. 7. október 2011 23:02
Tap í Portúgal þrátt fyrir þrjú íslensk mörk Íslenska landsliðið skoraði þrjú mörk á erfiðum útivelli í Portúgal en tapaði samt, 5-3. Hreint út sagt ótrúlegur leikur og flott frammistaða hjá strákunum. 7. október 2011 14:25
Hallgrímur Jónasson: Svolítið sérstakt en ótrúlega gaman „Þetta var svolítið sérstakt en ótrúlega gaman,“ sagði Hallgrímur Jónasson sem skoraði tvívegis fyrir Íslands í 5-3 tapleiknum gegn Portúgal í kvöld. 7. október 2011 23:38
Hallgrímur komst í fámennan hóp í kvöld Hallgrímur Jónasson komst í fámennan úrvalshóp með því að skora tvö mörk á Estádio do Dragão vellinum í Porto í kvöld. Hallgrímur skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum en íslenska liðið varð að sætta sig við 3-5 tap í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2012. 7. október 2011 22:12
Sölvi Geir: Þetta var ömurleg sending "Sem varnarmaður þá get ég ekki verið sáttur við fáum á okkur fimm mörk,“ sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 5-3 tapleikinn gegn Portúgal í kvöld í viðtali við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport. 7. október 2011 23:22