Atli Viðar: Fæ vonandi eitthvað að taka þátt í úrslitaleiknum núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2010 22:37 Mynd/Daníel Atli Viðar Björnsson fékk ekki að spila síðast þegar FH-ingar komust í bikaúrslitaleikinn en var þá í láni hjá Fjölni sem mætti FH í bikarúrslitaleiknum en fékk ekki leyfi til að spila leikinn. „Núna fæ ég vonandi að taka eitthvað þátt í bikarúrslitaleiknum. Það er frábært aðvera kominn í stærsta leik ársins og við hlökkum bara til," sagði Atli Viðar sem kom FH-ingum í 2-1 í 3-1 sigri á Víkingi úr Ólafsvík í kvöld. FH var í kvöld aðeins að komast í sinn annan bikarúrslitaleik á síðustu sex árum. „Við hefðum viljað vera miklu oftar í bikarúrslitaleiknum síðustu ár en það er þá bara ennþá skemmtilegra að vera komnir þangað núna," sagði Atli Viðar. Hann var ekkert alltof ánægður með leik FH-liðsins í kvöld. „Það var enginn glansi yfir þessu. Við vorum hræðilegir í fyrri hálfleik en þó skömminni skárri í seinni hálfleik án þess að vera spila einhvern glansfótbolta," sagði Atli Viðar sem hrósaði Víkingsliðinu. „Þetta er flott lið og þeir komu hingað til að gefa allt sem þeir áttu í leik sumarsins og hugsanlega leik ferilsins hjá einhverjum þeirra. Það er erfitt að brjóta svona lið á bak aftur en við hefðum vissulega getað gera okkur þetta auðveldara ef við hefðum látið boltann ganga hraðar og verið með meiri hreyfingu án bolta," sagði Atli Viðar. FH-liðið bætti sinn leik í seinni hálfeik og skoraði þá mörkin sem skildu á milli. „Heimir ræddi nokkra punkta í hálfleik og ég held að við höfum skánað í seinni hálfleiknum. Við náðum allavega að skora tvö mörk og halda markinu hreinu," segir Atli Viðar. Atla Viðari líst vel á framhaldið eftir að liðið fær smá frí eftir mikla leikjatörn. „Við erum á þokkalegu róli en við vitum að við getum betur. Við þurfum að ná úrslitum í næstu leikjum. Það kemur smá pása hjá okkur yfir verslunarmannahelgina en svo koma tveir verulega stórir leikir eftir hana. Við göngum hægt um gleðinnar dyr og verðum klárir í þá leiki," sagði Atli Viðar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson fékk ekki að spila síðast þegar FH-ingar komust í bikaúrslitaleikinn en var þá í láni hjá Fjölni sem mætti FH í bikarúrslitaleiknum en fékk ekki leyfi til að spila leikinn. „Núna fæ ég vonandi að taka eitthvað þátt í bikarúrslitaleiknum. Það er frábært aðvera kominn í stærsta leik ársins og við hlökkum bara til," sagði Atli Viðar sem kom FH-ingum í 2-1 í 3-1 sigri á Víkingi úr Ólafsvík í kvöld. FH var í kvöld aðeins að komast í sinn annan bikarúrslitaleik á síðustu sex árum. „Við hefðum viljað vera miklu oftar í bikarúrslitaleiknum síðustu ár en það er þá bara ennþá skemmtilegra að vera komnir þangað núna," sagði Atli Viðar. Hann var ekkert alltof ánægður með leik FH-liðsins í kvöld. „Það var enginn glansi yfir þessu. Við vorum hræðilegir í fyrri hálfleik en þó skömminni skárri í seinni hálfleik án þess að vera spila einhvern glansfótbolta," sagði Atli Viðar sem hrósaði Víkingsliðinu. „Þetta er flott lið og þeir komu hingað til að gefa allt sem þeir áttu í leik sumarsins og hugsanlega leik ferilsins hjá einhverjum þeirra. Það er erfitt að brjóta svona lið á bak aftur en við hefðum vissulega getað gera okkur þetta auðveldara ef við hefðum látið boltann ganga hraðar og verið með meiri hreyfingu án bolta," sagði Atli Viðar. FH-liðið bætti sinn leik í seinni hálfeik og skoraði þá mörkin sem skildu á milli. „Heimir ræddi nokkra punkta í hálfleik og ég held að við höfum skánað í seinni hálfleiknum. Við náðum allavega að skora tvö mörk og halda markinu hreinu," segir Atli Viðar. Atla Viðari líst vel á framhaldið eftir að liðið fær smá frí eftir mikla leikjatörn. „Við erum á þokkalegu róli en við vitum að við getum betur. Við þurfum að ná úrslitum í næstu leikjum. Það kemur smá pása hjá okkur yfir verslunarmannahelgina en svo koma tveir verulega stórir leikir eftir hana. Við göngum hægt um gleðinnar dyr og verðum klárir í þá leiki," sagði Atli Viðar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira