Erlent

Áfengi sagt skaðlegra en kókaín

Óli Tynes skrifar
Hættan bíður.
Hættan bíður.

Því er haldið fram í grein í breska læknablaðinu Lancet að ef litið sé á heildarmyndina sé áfengi skaðlegra fyrir þjóðfélagið en heróín, kókaín og önnur eiturlyf. Þetta er niðurstaða sjálfstæðs rannsóknarhóps undir stjórn prófessors David Nutt. Í rannsókninni var tekið tillit til margra þátta svosem andlegs og líkamlegs tjón, glæpa og heildarkostnaðar fyrir þjóðfélagið.

Í tilfelli einstaklinga voru heróín, krakk kókaín og met amfetamín skaðlegust. Yfir heildina var þó áfengi skaðlegast. David Nutt hefur áður vakið athygli fyrir framlag sitt til þessara mála. Hann var til dæmis rekinn úr starfi vímuefnaráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar á síðasta eftir að hann gagnrýndi ráðherra fyrir að hækka kannabis úr bannflokki C upp í bannflokk B.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×