Umfjöllun: Frömurum var refsað fyrir að klára ekki leikinn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 21. júní 2010 17:10 Fréttablaðið/Daníel Fram og Keflavík skildu jöfn í leik liðanna í 8. Umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Framarar voru betri á löngum köflum en Keflvíkingar uppskáru jöfnunarmark eftir mikla baráttu. Alan Sutej var í miðverðinum hjá Keflvíkingum þar sem Haraldur Freyr Guðmundsson var ekki með. Brynjar Örn Guðmundsson var í vinstri bakverðinum og hann var greinilega sá sem sækja átti á í byrjun. Framarar sóttu án afláts fyrstu fimmtán mínúturnar, oft upp hægri kantinn og sköpuðu nokkur fín færi. Eftir aukaspyrnu utan af kanti kom eina mark hálfleiksins, Almarr Ormarsson tók aukaspyrnu og sendi inn í teig, Kristján Hauksson snerti boltann nóg til að trufla Ómar í markinu og staðan 0-1. Ómar virkaði óöruggur í markinu, hann greip nokkrum sinnum inn í án þess að grípa boltann og hann gat ekki spyrnt sjálfur út vegna meiðsla sinna. Sóknarleikur Keflvíkinga var slakur, þeir ógnuðu markinu nánast ekkert. Þeir náðu ekki upp neinu spili og sköpuðu ekkert. Staðan 0-1 í hálfleik fyrir Fram, verðskulduð staða. Lítið breyttist í seinni hálfleik. Jafnræði var með liðunum og fátt markvert gerðist. Keflvíkingar vildu fá víti þegar boltinn virtist fara í hönd eins Framarans en ekkert var dæmt. Bæði lið fengu ágæt færi en Keflvíkingar færðu sig loks upp á skaptið um miðbik hálfleiksins og uppskáru jöfnunarmark. Magnús Sverrir skoraði þá með flottu skoti í markvinkilinn. Framarar skutu í stöngina og sköpuðu miklar hættur en það gerðu Keflvíkingar líka. Jafnræði var með liðunum út leikinn sem lauk með 1-1 jafntefli. Keflvíkingar geta vel við unað en Framarar hefðu átt að vera búnir að skora og tryggja sér sigur. Þeir voru miklu betri fyrstu 20 mínúturnar og betri fram að jöfnunarmarkinu. En barátta Keflvíkinga var góð og þeir uppskáru vel.Keflavík – Fram 1-1 0-1 Kristján Hauksson (3.) 1-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (74.)Áhorfendur: 1162Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6Tölfræði:Skot (á mark): 8-13 (5-7)Varin skot: Ómar 4 – Hannes 4Horn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 22-18Rangstöður: 2-2Keflavík 4-3-3 Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Alen Sutej 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Örn Guðmundsson 4 Andri Steinn Birgisson 4 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Paul McShane 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (28. Magnús Þórir Matthíasson 6) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 4Fram: 4-3-3 Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6Kristján Hauksson 7* ML Hlynur Atli Magnússon 7 Sam Tillen 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 Tómas Leifsson 6 (80. Joe Tillen -) Hjálmar Þórarinsson 6 (80. Kristinn Halldórsson -) Ívar Björnsson 6 (80. Guðmundur Magnússon -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Fram og Keflavík skildu jöfn í leik liðanna í 8. Umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Framarar voru betri á löngum köflum en Keflvíkingar uppskáru jöfnunarmark eftir mikla baráttu. Alan Sutej var í miðverðinum hjá Keflvíkingum þar sem Haraldur Freyr Guðmundsson var ekki með. Brynjar Örn Guðmundsson var í vinstri bakverðinum og hann var greinilega sá sem sækja átti á í byrjun. Framarar sóttu án afláts fyrstu fimmtán mínúturnar, oft upp hægri kantinn og sköpuðu nokkur fín færi. Eftir aukaspyrnu utan af kanti kom eina mark hálfleiksins, Almarr Ormarsson tók aukaspyrnu og sendi inn í teig, Kristján Hauksson snerti boltann nóg til að trufla Ómar í markinu og staðan 0-1. Ómar virkaði óöruggur í markinu, hann greip nokkrum sinnum inn í án þess að grípa boltann og hann gat ekki spyrnt sjálfur út vegna meiðsla sinna. Sóknarleikur Keflvíkinga var slakur, þeir ógnuðu markinu nánast ekkert. Þeir náðu ekki upp neinu spili og sköpuðu ekkert. Staðan 0-1 í hálfleik fyrir Fram, verðskulduð staða. Lítið breyttist í seinni hálfleik. Jafnræði var með liðunum og fátt markvert gerðist. Keflvíkingar vildu fá víti þegar boltinn virtist fara í hönd eins Framarans en ekkert var dæmt. Bæði lið fengu ágæt færi en Keflvíkingar færðu sig loks upp á skaptið um miðbik hálfleiksins og uppskáru jöfnunarmark. Magnús Sverrir skoraði þá með flottu skoti í markvinkilinn. Framarar skutu í stöngina og sköpuðu miklar hættur en það gerðu Keflvíkingar líka. Jafnræði var með liðunum út leikinn sem lauk með 1-1 jafntefli. Keflvíkingar geta vel við unað en Framarar hefðu átt að vera búnir að skora og tryggja sér sigur. Þeir voru miklu betri fyrstu 20 mínúturnar og betri fram að jöfnunarmarkinu. En barátta Keflvíkinga var góð og þeir uppskáru vel.Keflavík – Fram 1-1 0-1 Kristján Hauksson (3.) 1-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (74.)Áhorfendur: 1162Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6Tölfræði:Skot (á mark): 8-13 (5-7)Varin skot: Ómar 4 – Hannes 4Horn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 22-18Rangstöður: 2-2Keflavík 4-3-3 Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Alen Sutej 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Örn Guðmundsson 4 Andri Steinn Birgisson 4 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Paul McShane 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (28. Magnús Þórir Matthíasson 6) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 4Fram: 4-3-3 Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6Kristján Hauksson 7* ML Hlynur Atli Magnússon 7 Sam Tillen 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 Tómas Leifsson 6 (80. Joe Tillen -) Hjálmar Þórarinsson 6 (80. Kristinn Halldórsson -) Ívar Björnsson 6 (80. Guðmundur Magnússon -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira