Umfjöllun: Frömurum var refsað fyrir að klára ekki leikinn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 21. júní 2010 17:10 Fréttablaðið/Daníel Fram og Keflavík skildu jöfn í leik liðanna í 8. Umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Framarar voru betri á löngum köflum en Keflvíkingar uppskáru jöfnunarmark eftir mikla baráttu. Alan Sutej var í miðverðinum hjá Keflvíkingum þar sem Haraldur Freyr Guðmundsson var ekki með. Brynjar Örn Guðmundsson var í vinstri bakverðinum og hann var greinilega sá sem sækja átti á í byrjun. Framarar sóttu án afláts fyrstu fimmtán mínúturnar, oft upp hægri kantinn og sköpuðu nokkur fín færi. Eftir aukaspyrnu utan af kanti kom eina mark hálfleiksins, Almarr Ormarsson tók aukaspyrnu og sendi inn í teig, Kristján Hauksson snerti boltann nóg til að trufla Ómar í markinu og staðan 0-1. Ómar virkaði óöruggur í markinu, hann greip nokkrum sinnum inn í án þess að grípa boltann og hann gat ekki spyrnt sjálfur út vegna meiðsla sinna. Sóknarleikur Keflvíkinga var slakur, þeir ógnuðu markinu nánast ekkert. Þeir náðu ekki upp neinu spili og sköpuðu ekkert. Staðan 0-1 í hálfleik fyrir Fram, verðskulduð staða. Lítið breyttist í seinni hálfleik. Jafnræði var með liðunum og fátt markvert gerðist. Keflvíkingar vildu fá víti þegar boltinn virtist fara í hönd eins Framarans en ekkert var dæmt. Bæði lið fengu ágæt færi en Keflvíkingar færðu sig loks upp á skaptið um miðbik hálfleiksins og uppskáru jöfnunarmark. Magnús Sverrir skoraði þá með flottu skoti í markvinkilinn. Framarar skutu í stöngina og sköpuðu miklar hættur en það gerðu Keflvíkingar líka. Jafnræði var með liðunum út leikinn sem lauk með 1-1 jafntefli. Keflvíkingar geta vel við unað en Framarar hefðu átt að vera búnir að skora og tryggja sér sigur. Þeir voru miklu betri fyrstu 20 mínúturnar og betri fram að jöfnunarmarkinu. En barátta Keflvíkinga var góð og þeir uppskáru vel.Keflavík – Fram 1-1 0-1 Kristján Hauksson (3.) 1-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (74.)Áhorfendur: 1162Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6Tölfræði:Skot (á mark): 8-13 (5-7)Varin skot: Ómar 4 – Hannes 4Horn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 22-18Rangstöður: 2-2Keflavík 4-3-3 Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Alen Sutej 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Örn Guðmundsson 4 Andri Steinn Birgisson 4 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Paul McShane 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (28. Magnús Þórir Matthíasson 6) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 4Fram: 4-3-3 Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6Kristján Hauksson 7* ML Hlynur Atli Magnússon 7 Sam Tillen 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 Tómas Leifsson 6 (80. Joe Tillen -) Hjálmar Þórarinsson 6 (80. Kristinn Halldórsson -) Ívar Björnsson 6 (80. Guðmundur Magnússon -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Fram og Keflavík skildu jöfn í leik liðanna í 8. Umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Framarar voru betri á löngum köflum en Keflvíkingar uppskáru jöfnunarmark eftir mikla baráttu. Alan Sutej var í miðverðinum hjá Keflvíkingum þar sem Haraldur Freyr Guðmundsson var ekki með. Brynjar Örn Guðmundsson var í vinstri bakverðinum og hann var greinilega sá sem sækja átti á í byrjun. Framarar sóttu án afláts fyrstu fimmtán mínúturnar, oft upp hægri kantinn og sköpuðu nokkur fín færi. Eftir aukaspyrnu utan af kanti kom eina mark hálfleiksins, Almarr Ormarsson tók aukaspyrnu og sendi inn í teig, Kristján Hauksson snerti boltann nóg til að trufla Ómar í markinu og staðan 0-1. Ómar virkaði óöruggur í markinu, hann greip nokkrum sinnum inn í án þess að grípa boltann og hann gat ekki spyrnt sjálfur út vegna meiðsla sinna. Sóknarleikur Keflvíkinga var slakur, þeir ógnuðu markinu nánast ekkert. Þeir náðu ekki upp neinu spili og sköpuðu ekkert. Staðan 0-1 í hálfleik fyrir Fram, verðskulduð staða. Lítið breyttist í seinni hálfleik. Jafnræði var með liðunum og fátt markvert gerðist. Keflvíkingar vildu fá víti þegar boltinn virtist fara í hönd eins Framarans en ekkert var dæmt. Bæði lið fengu ágæt færi en Keflvíkingar færðu sig loks upp á skaptið um miðbik hálfleiksins og uppskáru jöfnunarmark. Magnús Sverrir skoraði þá með flottu skoti í markvinkilinn. Framarar skutu í stöngina og sköpuðu miklar hættur en það gerðu Keflvíkingar líka. Jafnræði var með liðunum út leikinn sem lauk með 1-1 jafntefli. Keflvíkingar geta vel við unað en Framarar hefðu átt að vera búnir að skora og tryggja sér sigur. Þeir voru miklu betri fyrstu 20 mínúturnar og betri fram að jöfnunarmarkinu. En barátta Keflvíkinga var góð og þeir uppskáru vel.Keflavík – Fram 1-1 0-1 Kristján Hauksson (3.) 1-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (74.)Áhorfendur: 1162Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6Tölfræði:Skot (á mark): 8-13 (5-7)Varin skot: Ómar 4 – Hannes 4Horn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 22-18Rangstöður: 2-2Keflavík 4-3-3 Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Alen Sutej 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Örn Guðmundsson 4 Andri Steinn Birgisson 4 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Paul McShane 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (28. Magnús Þórir Matthíasson 6) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 4Fram: 4-3-3 Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6Kristján Hauksson 7* ML Hlynur Atli Magnússon 7 Sam Tillen 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 Tómas Leifsson 6 (80. Joe Tillen -) Hjálmar Þórarinsson 6 (80. Kristinn Halldórsson -) Ívar Björnsson 6 (80. Guðmundur Magnússon -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira