Burðardýr eiturlyfja héldu sig fá milljónir 7. júlí 2010 08:30 Fangaverðir fylgdu einum sakborninganna í kókaínmálinu í dómsal í gær. Par á þrítugsaldri gerði ráð fyrir að fá þrjár til fjórar milljónir fyrir að smygla tæpum 1,8 kílóum af kókaíni í þremur ferðatöskum hingað til lands. Karlmaður sem ákærður er í öðru máli, ásamt fjórum öðrum, fyrir innflutning á rúmlega 1,5 kílóum af kókaíni er einnig sakaður um að hafa átt aðild að málinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð í fyrrgreinda kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Tvö pör eru ákærð í málinu. Í öðru tilvikinu er karlmaður ákærður fyrir að skipuleggja smyglið og ásamt sambýliskonu að hafa geymt efnin. Hitt parið sætir ákæru fyrir að sækja 1,8 kíló af kókaíni til Alicante á Spáni og auk þess fyrir vörslu fíkniefna. Annað burðardýranna sagði fyrir dómi að hann og sambýliskonan hefðu verið „skítblönk“ og þess vegna ákveðið að slá til. Þau hefðu vitað að þau voru að sækja fíkniefni, en ekki hvort það væri amfetamín eða kókaín, né hversu mikið magnið væri. Þá hefði þeim verið sagt að fíkniefnin „væru falin í pípum“. Hvað varðar afhendingu kókaínsins sögðu burðardýrin að maður hefði hringt úr hótelmóttökunni á Spáni upp á herbergi til þeirra. Þau hefðu farið niður og tekið við töskunum. Hinn meinti skipuleggjandi sagði fyrir dómi í gær að maður sem er í gæsluvarðhaldi vegna fyrra kókaínmálsins hefði beðið hann í byrjun mars að sækja efnin. Hann hafi neitað en hins vegar talað við kunningjafólk sitt; parið sem reyndist reiðubúið til ferðarinnar. Hann hafi vitað að fólkið væri í peningavandræðum og því viljað gefa því færi á ferðinni. Maðurinn kvaðst hafa tekið við um einni milljón króna, sem hann hefði komið áfram til burðar-dýranna, meðal annars fyrir gjaldeyri og flugi til Spánar. Hann kvaðst svo hafa tekið til baka 200 þúsund krónur, því þá upphæð hefði hann skuldað í evrum. Þá kvaðst hann hafa skuldað vini mannsins, sem upphaflega bað hann að fara, um 300 þúsund krónur og litið svo á að sú skuld yrði gerð upp ef hann útvegaði burðardýrin. Maðurinn sem sakaður var um að hafa verið upphafsmaður að því að útvega burðardýr er þrítugur Hafnfirðingur. Hann er einnig ákærður í málinu sem þingfest verður í dag. Maðurinn var leiddur í fylgd tveggja fangavarða í dómsal í gær. Vitnisburður hans var skýr: „Ég veit ekkert um þetta mál.“ jss@frettabladid.is Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Par á þrítugsaldri gerði ráð fyrir að fá þrjár til fjórar milljónir fyrir að smygla tæpum 1,8 kílóum af kókaíni í þremur ferðatöskum hingað til lands. Karlmaður sem ákærður er í öðru máli, ásamt fjórum öðrum, fyrir innflutning á rúmlega 1,5 kílóum af kókaíni er einnig sakaður um að hafa átt aðild að málinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð í fyrrgreinda kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Tvö pör eru ákærð í málinu. Í öðru tilvikinu er karlmaður ákærður fyrir að skipuleggja smyglið og ásamt sambýliskonu að hafa geymt efnin. Hitt parið sætir ákæru fyrir að sækja 1,8 kíló af kókaíni til Alicante á Spáni og auk þess fyrir vörslu fíkniefna. Annað burðardýranna sagði fyrir dómi að hann og sambýliskonan hefðu verið „skítblönk“ og þess vegna ákveðið að slá til. Þau hefðu vitað að þau voru að sækja fíkniefni, en ekki hvort það væri amfetamín eða kókaín, né hversu mikið magnið væri. Þá hefði þeim verið sagt að fíkniefnin „væru falin í pípum“. Hvað varðar afhendingu kókaínsins sögðu burðardýrin að maður hefði hringt úr hótelmóttökunni á Spáni upp á herbergi til þeirra. Þau hefðu farið niður og tekið við töskunum. Hinn meinti skipuleggjandi sagði fyrir dómi í gær að maður sem er í gæsluvarðhaldi vegna fyrra kókaínmálsins hefði beðið hann í byrjun mars að sækja efnin. Hann hafi neitað en hins vegar talað við kunningjafólk sitt; parið sem reyndist reiðubúið til ferðarinnar. Hann hafi vitað að fólkið væri í peningavandræðum og því viljað gefa því færi á ferðinni. Maðurinn kvaðst hafa tekið við um einni milljón króna, sem hann hefði komið áfram til burðar-dýranna, meðal annars fyrir gjaldeyri og flugi til Spánar. Hann kvaðst svo hafa tekið til baka 200 þúsund krónur, því þá upphæð hefði hann skuldað í evrum. Þá kvaðst hann hafa skuldað vini mannsins, sem upphaflega bað hann að fara, um 300 þúsund krónur og litið svo á að sú skuld yrði gerð upp ef hann útvegaði burðardýrin. Maðurinn sem sakaður var um að hafa verið upphafsmaður að því að útvega burðardýr er þrítugur Hafnfirðingur. Hann er einnig ákærður í málinu sem þingfest verður í dag. Maðurinn var leiddur í fylgd tveggja fangavarða í dómsal í gær. Vitnisburður hans var skýr: „Ég veit ekkert um þetta mál.“ jss@frettabladid.is
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira