Kári Ársælsson: Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2010 22:52 Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, verst hér Keflvíkingnum Herði Sveinssyni. Mynd/Valli Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. „Þetta var ekki óskabyrjun. Það var fátt um fína drætti í þessum leik og markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Svona er bara boltinn og nú er bara að hugsa um næsta leik á sunnudaginn," sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika eftir leikinn. Síðustu sendingarnar gengu lítið upp hjá Blikum í þessum leik. „Menn voru kannski ekki orðnir vanir blautu grasi eftir að við erum búnir að æfa á skrautþurru gervigrasi í allan vetur. Það á samt ekki að skipta máli því menn hafa spilað alla sína tíð á grasi. Þetta gekk ekki upp hjá okkur í dag hvorki varnarlega né sóknarlega," sagði Kári. „Við fengum fínt færi þegar Haukur fékk skallafæri í seinni hálfleik og hefðum með smá heppni geta sett mark á þá þar. Ef við hefðum náð að setja mark á þá þá hefðum við breytt leiknum. Þeir voru skipulagðir, agaðir og spiluðu vel á því sem þeir höfðu sem var þessi forusta," sagði Kári. „Okkur er spáð betra gengi en undanfarið og með því kemur aðeins meiri pressa. Við tökum því bara jákvætt því það er ekkert nema jákvætt að okkur sé spáð góðu gengi. Það er bara okkar að standa undir því og sanna okkur. Það eru allir tilbúnir í að gera það og það er verðugt verkefni," sagði Kári. „Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit en þetta er fyrsti leikur og næsti leikur er á sunnudaginn og þá ætlum við að vinna," sagði Kári en sá leikur er á móti Fram Tapið í kvöld var þriðja nauma tapið hjá Blikum á rúmri viku og Kári grínaðist með það að hann þyrfti kannski að fara að skipta um fyrirliðabandið. „Þrjú töp hjá okkur í röð og ég er búinn að vera með þetta fyrirliðaband allan tímann Ég ætla að fara að skipta um band núna," sagði Kári í léttum tón „Ég held að það sé eitthvað smá sálrænt í gangi hjá okkur, við þurfum bara að kveikja aðeins í þessu hjá okkur. Þetta kemur þegar við dettum í gírinn og þá verðum við ógnvænlegir," sagði Kári að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. „Þetta var ekki óskabyrjun. Það var fátt um fína drætti í þessum leik og markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Svona er bara boltinn og nú er bara að hugsa um næsta leik á sunnudaginn," sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika eftir leikinn. Síðustu sendingarnar gengu lítið upp hjá Blikum í þessum leik. „Menn voru kannski ekki orðnir vanir blautu grasi eftir að við erum búnir að æfa á skrautþurru gervigrasi í allan vetur. Það á samt ekki að skipta máli því menn hafa spilað alla sína tíð á grasi. Þetta gekk ekki upp hjá okkur í dag hvorki varnarlega né sóknarlega," sagði Kári. „Við fengum fínt færi þegar Haukur fékk skallafæri í seinni hálfleik og hefðum með smá heppni geta sett mark á þá þar. Ef við hefðum náð að setja mark á þá þá hefðum við breytt leiknum. Þeir voru skipulagðir, agaðir og spiluðu vel á því sem þeir höfðu sem var þessi forusta," sagði Kári. „Okkur er spáð betra gengi en undanfarið og með því kemur aðeins meiri pressa. Við tökum því bara jákvætt því það er ekkert nema jákvætt að okkur sé spáð góðu gengi. Það er bara okkar að standa undir því og sanna okkur. Það eru allir tilbúnir í að gera það og það er verðugt verkefni," sagði Kári. „Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit en þetta er fyrsti leikur og næsti leikur er á sunnudaginn og þá ætlum við að vinna," sagði Kári en sá leikur er á móti Fram Tapið í kvöld var þriðja nauma tapið hjá Blikum á rúmri viku og Kári grínaðist með það að hann þyrfti kannski að fara að skipta um fyrirliðabandið. „Þrjú töp hjá okkur í röð og ég er búinn að vera með þetta fyrirliðaband allan tímann Ég ætla að fara að skipta um band núna," sagði Kári í léttum tón „Ég held að það sé eitthvað smá sálrænt í gangi hjá okkur, við þurfum bara að kveikja aðeins í þessu hjá okkur. Þetta kemur þegar við dettum í gírinn og þá verðum við ógnvænlegir," sagði Kári að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira