Kári Ársælsson: Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2010 22:52 Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, verst hér Keflvíkingnum Herði Sveinssyni. Mynd/Valli Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. „Þetta var ekki óskabyrjun. Það var fátt um fína drætti í þessum leik og markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Svona er bara boltinn og nú er bara að hugsa um næsta leik á sunnudaginn," sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika eftir leikinn. Síðustu sendingarnar gengu lítið upp hjá Blikum í þessum leik. „Menn voru kannski ekki orðnir vanir blautu grasi eftir að við erum búnir að æfa á skrautþurru gervigrasi í allan vetur. Það á samt ekki að skipta máli því menn hafa spilað alla sína tíð á grasi. Þetta gekk ekki upp hjá okkur í dag hvorki varnarlega né sóknarlega," sagði Kári. „Við fengum fínt færi þegar Haukur fékk skallafæri í seinni hálfleik og hefðum með smá heppni geta sett mark á þá þar. Ef við hefðum náð að setja mark á þá þá hefðum við breytt leiknum. Þeir voru skipulagðir, agaðir og spiluðu vel á því sem þeir höfðu sem var þessi forusta," sagði Kári. „Okkur er spáð betra gengi en undanfarið og með því kemur aðeins meiri pressa. Við tökum því bara jákvætt því það er ekkert nema jákvætt að okkur sé spáð góðu gengi. Það er bara okkar að standa undir því og sanna okkur. Það eru allir tilbúnir í að gera það og það er verðugt verkefni," sagði Kári. „Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit en þetta er fyrsti leikur og næsti leikur er á sunnudaginn og þá ætlum við að vinna," sagði Kári en sá leikur er á móti Fram Tapið í kvöld var þriðja nauma tapið hjá Blikum á rúmri viku og Kári grínaðist með það að hann þyrfti kannski að fara að skipta um fyrirliðabandið. „Þrjú töp hjá okkur í röð og ég er búinn að vera með þetta fyrirliðaband allan tímann Ég ætla að fara að skipta um band núna," sagði Kári í léttum tón „Ég held að það sé eitthvað smá sálrænt í gangi hjá okkur, við þurfum bara að kveikja aðeins í þessu hjá okkur. Þetta kemur þegar við dettum í gírinn og þá verðum við ógnvænlegir," sagði Kári að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. „Þetta var ekki óskabyrjun. Það var fátt um fína drætti í þessum leik og markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Svona er bara boltinn og nú er bara að hugsa um næsta leik á sunnudaginn," sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika eftir leikinn. Síðustu sendingarnar gengu lítið upp hjá Blikum í þessum leik. „Menn voru kannski ekki orðnir vanir blautu grasi eftir að við erum búnir að æfa á skrautþurru gervigrasi í allan vetur. Það á samt ekki að skipta máli því menn hafa spilað alla sína tíð á grasi. Þetta gekk ekki upp hjá okkur í dag hvorki varnarlega né sóknarlega," sagði Kári. „Við fengum fínt færi þegar Haukur fékk skallafæri í seinni hálfleik og hefðum með smá heppni geta sett mark á þá þar. Ef við hefðum náð að setja mark á þá þá hefðum við breytt leiknum. Þeir voru skipulagðir, agaðir og spiluðu vel á því sem þeir höfðu sem var þessi forusta," sagði Kári. „Okkur er spáð betra gengi en undanfarið og með því kemur aðeins meiri pressa. Við tökum því bara jákvætt því það er ekkert nema jákvætt að okkur sé spáð góðu gengi. Það er bara okkar að standa undir því og sanna okkur. Það eru allir tilbúnir í að gera það og það er verðugt verkefni," sagði Kári. „Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit en þetta er fyrsti leikur og næsti leikur er á sunnudaginn og þá ætlum við að vinna," sagði Kári en sá leikur er á móti Fram Tapið í kvöld var þriðja nauma tapið hjá Blikum á rúmri viku og Kári grínaðist með það að hann þyrfti kannski að fara að skipta um fyrirliðabandið. „Þrjú töp hjá okkur í röð og ég er búinn að vera með þetta fyrirliðaband allan tímann Ég ætla að fara að skipta um band núna," sagði Kári í léttum tón „Ég held að það sé eitthvað smá sálrænt í gangi hjá okkur, við þurfum bara að kveikja aðeins í þessu hjá okkur. Þetta kemur þegar við dettum í gírinn og þá verðum við ógnvænlegir," sagði Kári að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira