Umfjöllun: Keflvíkingar byrja vel Ari Erlingsson skrifar 11. maí 2010 18:45 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Keflvíkingar byrja vel undir stjórn Willums Þórs Þórssonar því þeir unnu 1-0 sigur á Blikum á Kópavogsvelli í 1. umferð Pepsi-deild karla í kvöld. Þau tvö lið sem fyrir mót hafa verið talin líklegust til að veita KR og FH samkeppni um titilinn mættust í Kópavoginum í kvöld. Því leit allt út fyrir spennandi leik. Þeir rúmlega 1800 áhorfendur sem mættir voru til leiks í rigningarsuddanum fengu að sjá fjörugan og skemmtilegan leik þó aðeins eitt mark hafi litið dagsins ljós. Leikurinn byrjaði rólega og bæði lið gáfu fá færi á sér. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn opnaðist leikurinn aðeins og loks leit fyrst mark kvöldins ljós á 36. mínútu. Guðmundur Steinarsson sem óvænt var stillt upp sem framliggjandi miðjumanni komst í fínt færi sem Ingvar Kale í marki Blika varði glæsilega í horn. Keflvíkingar voru fljótir að hugsa. Hólmar Rúnarsson tók hornspyrnuna stutt á Guðmund og hann sendi boltann á fjærstöngina þar sem Slóveninn Alen Sutej skallaði boltann í netið án þess að Ingvar Kale kæmi vörnum við. Blikarnir hresstust aðeins við mótlætið og Guðmundur Pétusson átti meðal annars skala naumlega yfir mark Keflvíkinga áður en Þorvaldur Árnason flautaði til leikhlés. Ekki veit ég hvað Willum Þór Þórsson hefur sagt við lærisveina sína í hálfleik en þeir mættu svo sannarlega tilbúnir til leiks í seinni hálfleikinn á meðan sveinar Ólafs Kristjánsson voru hálf meðvitundarlausir í upphafi seinni hálfleiks. Tveir elstu menn Keflavíkurliðsins skiptu með sér hálfleikjum því Jóhann Birnir Guðmundsson leysti Guðmund Steinarsson af hólmi í leikhlé. Hörður Sveinsson fór illa með dauðafæri, auk þess sem Jóhann Birnir Guðmundsson og Alen Sutej áttu sín tvö færi hvor. Ólafur þjálfari Blikanna reyndi eftir fremsta megni að bregðast við yfirburðum Keflvíkinga. Haukur Baldvinsson og Andri Yeoman voru kynntir til leiks og við það lífgaði aðeins yfir sóknarleik Blika. Haukur fékk meðal annars hættulegasta færi Blika á 75. mínútu þegar hann skallaði beint í fangið á Ómari Jóhannssyni eftir sendingu Alfreðs Finnbogasonar utan af kanti. Suðurnesjamenn fengu þó besta færi seinni hálfleiks þegar Magnús Þórir Matthíasson skaut úr þröngu færi beint á Ingvar í markinu og í því kom Jóhann Birnir aðvífandi en skaut framhjá úr dauðafæri. Þorvaldur Árnason góður dómari leiksins flautaði leikinn af skömmu síðar og sanngjarn sigur Keflvíkinga staðreynd. Handbragð Willums má greinilega merkja á leik liðsins og er Paul McShane klæðskerasniðinn af leikstíl Willums, barðist eins og ljón og stýrði miðjuspili Keflvíkinga af miklum myndugleik. Haraldur Freyr og Alen Sutej voru einnig öflugir í vörn liðsins og líklega er þetta ekki síðasta skallamark sumarsins hjá Sutej því þar fer öflugur skallamaður á ferð. Leikur Breiðabliks hefur vafalaust valdið Ólafi Helga Kristjánssyni þjálfara vonbrigðum. Lítið bar á léttleikandi spili sem svo oft hefur einkennt liðið og voru Alfreð Finnbogason og Guðmundur Pétursson á strangri gæslu varnarmanna Keflavíkur. Ingvar Kale var einn af fáum ljósu punktum liðsins og ef hans hefði ekki notið við hefðum við séð stærri tölur í Kópavognum.Breiðablik - Keflavík 0-1 0-1 Alen Sutej (36.)Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Áhorfendur: 1860Skot (á mark): 12-18 (4-10)Varin skot: Ingvar 8, Ómar 4Aukaspyrnur fengnar: 9-14Horn: 4-9Rangstöður: 5-1Breiðablik (4-5-1): Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (89. Elvar Páll Sigurðsson -) Kári Ársælsson 5 Elfar Freyr Helgason 5 Kristinn Jónsson 5 Olgeir Sigurgeirsson 4 (64., Haukur Baldvinsson 6) Guðmundur Kristjánsson 5 Finnur Orri Margeirsson 4 (73., Andri Rafn Yeoman -) Kristinn Steindórsson 4 Alfreð Finnbogason 4 Guðmundur Pétursson 6Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 8 Magnús Þorsteinsson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Paul McShane 8 - Maður leiksins - (87. Brynjar Örn Guðmundsson -) Magnús Þórir Matthíasson 7 (90. Ómar Karl Sigurðsson -) Guðmundur Steinarsson 6 (46., Jóhann Birnir Guðmundsson 6) Hörður Sveinsson 4Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - Keflavík. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haraldur Guðmundsson: Það er kominn Willumsbragur á liðið Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var ánægður eftir 1-0 sigur á bikarmeisturum Blika í Kópavoginum í kvöld. 11. maí 2010 22:34 Paul McShane: Við verðum sterkari með hverjum leiknum Paul McShane átti mjög góðan leik með Keflavík í 1-0 sigri á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. McShane var allt í öllu á miðjunni og er sannkallaður prímusmótor fyrir liðið. 11. maí 2010 23:06 Kári Ársælsson: Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. 11. maí 2010 22:52 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Keflvíkingar byrja vel undir stjórn Willums Þórs Þórssonar því þeir unnu 1-0 sigur á Blikum á Kópavogsvelli í 1. umferð Pepsi-deild karla í kvöld. Þau tvö lið sem fyrir mót hafa verið talin líklegust til að veita KR og FH samkeppni um titilinn mættust í Kópavoginum í kvöld. Því leit allt út fyrir spennandi leik. Þeir rúmlega 1800 áhorfendur sem mættir voru til leiks í rigningarsuddanum fengu að sjá fjörugan og skemmtilegan leik þó aðeins eitt mark hafi litið dagsins ljós. Leikurinn byrjaði rólega og bæði lið gáfu fá færi á sér. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn opnaðist leikurinn aðeins og loks leit fyrst mark kvöldins ljós á 36. mínútu. Guðmundur Steinarsson sem óvænt var stillt upp sem framliggjandi miðjumanni komst í fínt færi sem Ingvar Kale í marki Blika varði glæsilega í horn. Keflvíkingar voru fljótir að hugsa. Hólmar Rúnarsson tók hornspyrnuna stutt á Guðmund og hann sendi boltann á fjærstöngina þar sem Slóveninn Alen Sutej skallaði boltann í netið án þess að Ingvar Kale kæmi vörnum við. Blikarnir hresstust aðeins við mótlætið og Guðmundur Pétusson átti meðal annars skala naumlega yfir mark Keflvíkinga áður en Þorvaldur Árnason flautaði til leikhlés. Ekki veit ég hvað Willum Þór Þórsson hefur sagt við lærisveina sína í hálfleik en þeir mættu svo sannarlega tilbúnir til leiks í seinni hálfleikinn á meðan sveinar Ólafs Kristjánsson voru hálf meðvitundarlausir í upphafi seinni hálfleiks. Tveir elstu menn Keflavíkurliðsins skiptu með sér hálfleikjum því Jóhann Birnir Guðmundsson leysti Guðmund Steinarsson af hólmi í leikhlé. Hörður Sveinsson fór illa með dauðafæri, auk þess sem Jóhann Birnir Guðmundsson og Alen Sutej áttu sín tvö færi hvor. Ólafur þjálfari Blikanna reyndi eftir fremsta megni að bregðast við yfirburðum Keflvíkinga. Haukur Baldvinsson og Andri Yeoman voru kynntir til leiks og við það lífgaði aðeins yfir sóknarleik Blika. Haukur fékk meðal annars hættulegasta færi Blika á 75. mínútu þegar hann skallaði beint í fangið á Ómari Jóhannssyni eftir sendingu Alfreðs Finnbogasonar utan af kanti. Suðurnesjamenn fengu þó besta færi seinni hálfleiks þegar Magnús Þórir Matthíasson skaut úr þröngu færi beint á Ingvar í markinu og í því kom Jóhann Birnir aðvífandi en skaut framhjá úr dauðafæri. Þorvaldur Árnason góður dómari leiksins flautaði leikinn af skömmu síðar og sanngjarn sigur Keflvíkinga staðreynd. Handbragð Willums má greinilega merkja á leik liðsins og er Paul McShane klæðskerasniðinn af leikstíl Willums, barðist eins og ljón og stýrði miðjuspili Keflvíkinga af miklum myndugleik. Haraldur Freyr og Alen Sutej voru einnig öflugir í vörn liðsins og líklega er þetta ekki síðasta skallamark sumarsins hjá Sutej því þar fer öflugur skallamaður á ferð. Leikur Breiðabliks hefur vafalaust valdið Ólafi Helga Kristjánssyni þjálfara vonbrigðum. Lítið bar á léttleikandi spili sem svo oft hefur einkennt liðið og voru Alfreð Finnbogason og Guðmundur Pétursson á strangri gæslu varnarmanna Keflavíkur. Ingvar Kale var einn af fáum ljósu punktum liðsins og ef hans hefði ekki notið við hefðum við séð stærri tölur í Kópavognum.Breiðablik - Keflavík 0-1 0-1 Alen Sutej (36.)Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Áhorfendur: 1860Skot (á mark): 12-18 (4-10)Varin skot: Ingvar 8, Ómar 4Aukaspyrnur fengnar: 9-14Horn: 4-9Rangstöður: 5-1Breiðablik (4-5-1): Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (89. Elvar Páll Sigurðsson -) Kári Ársælsson 5 Elfar Freyr Helgason 5 Kristinn Jónsson 5 Olgeir Sigurgeirsson 4 (64., Haukur Baldvinsson 6) Guðmundur Kristjánsson 5 Finnur Orri Margeirsson 4 (73., Andri Rafn Yeoman -) Kristinn Steindórsson 4 Alfreð Finnbogason 4 Guðmundur Pétursson 6Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 8 Magnús Þorsteinsson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Paul McShane 8 - Maður leiksins - (87. Brynjar Örn Guðmundsson -) Magnús Þórir Matthíasson 7 (90. Ómar Karl Sigurðsson -) Guðmundur Steinarsson 6 (46., Jóhann Birnir Guðmundsson 6) Hörður Sveinsson 4Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - Keflavík.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haraldur Guðmundsson: Það er kominn Willumsbragur á liðið Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var ánægður eftir 1-0 sigur á bikarmeisturum Blika í Kópavoginum í kvöld. 11. maí 2010 22:34 Paul McShane: Við verðum sterkari með hverjum leiknum Paul McShane átti mjög góðan leik með Keflavík í 1-0 sigri á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. McShane var allt í öllu á miðjunni og er sannkallaður prímusmótor fyrir liðið. 11. maí 2010 23:06 Kári Ársælsson: Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. 11. maí 2010 22:52 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Haraldur Guðmundsson: Það er kominn Willumsbragur á liðið Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var ánægður eftir 1-0 sigur á bikarmeisturum Blika í Kópavoginum í kvöld. 11. maí 2010 22:34
Paul McShane: Við verðum sterkari með hverjum leiknum Paul McShane átti mjög góðan leik með Keflavík í 1-0 sigri á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. McShane var allt í öllu á miðjunni og er sannkallaður prímusmótor fyrir liðið. 11. maí 2010 23:06
Kári Ársælsson: Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. 11. maí 2010 22:52